Segir dapurt að Þórsarar hafi bakkað með stóra Coolbet-málið Ísak Hallmundarson skrifar 1. júlí 2020 18:00 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Það fór varla framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni á Íslandi þegar þjálfari og leikmenn Þórs frá Akureyri mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolta.net. Lauk málinu með afsökunarbeiðni frá Þór og félagið dæmt til að greiða 50.000 króna sekt. Málið hefur fangað athygli út fyrir íþróttaheiminn en pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu, sem gengur undir dulnefninu „Huginn og muninn,“ gerði málið að umfjöllunarefni sínu um helgina. Greinahöfundur telur núverandi lög um veðmálaauglýsingar „tímaskekkju“ og hefði viljað sjá Þórsara ganga alla leið og opna á frekari umræðu um þessi mál. „Eftir að fjallað var um málið bakkaði félagið hins vegar og baðst afsökunar á athæfinu. Þá urðu hrafnarnir daprir. Nærtækara hefði verið að taka málið á kassann og fara með það alla leið til að koma umræðu um málið á almennilegt skrið. Ella er betra að sitja heima en að fara af stað,“ segir í greininni. Knattspyrnudeild Þórs sagði í yfirlýsingu um málið að um „stór mistök“ hafi verið að ræða og að félagið hefði ekki gert neinn samning við né hlotið greiðslur frá Coolbet. Þessar skýringar töldu margir ótrúverðugar. Hvort er líklegra.Að Gunnar Bragi hafi farið í blackout í 36 klukkustundir?eðaAð þórsarar hafi fengið 0 krónur fyrir að vera með Coolbet derrur í viðtölum?— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 24, 2020 Einnig komst upp að samstarf Þórs og Coolbet væri ekki nýtt af nálinni þar sem árskort stuðningsmanna var prýtt merki veðmálafyrirtækisins. Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum íslenskra knattspyrnufélaga, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að honum þætti lögin úrelt. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna,“ sagði Jóhann. Þór Akureyri Fjárhættuspil Tengdar fréttir Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Það fór varla framhjá nokkrum knattspyrnuáhugamanni á Íslandi þegar þjálfari og leikmenn Þórs frá Akureyri mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl á Fótbolta.net. Lauk málinu með afsökunarbeiðni frá Þór og félagið dæmt til að greiða 50.000 króna sekt. Málið hefur fangað athygli út fyrir íþróttaheiminn en pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu, sem gengur undir dulnefninu „Huginn og muninn,“ gerði málið að umfjöllunarefni sínu um helgina. Greinahöfundur telur núverandi lög um veðmálaauglýsingar „tímaskekkju“ og hefði viljað sjá Þórsara ganga alla leið og opna á frekari umræðu um þessi mál. „Eftir að fjallað var um málið bakkaði félagið hins vegar og baðst afsökunar á athæfinu. Þá urðu hrafnarnir daprir. Nærtækara hefði verið að taka málið á kassann og fara með það alla leið til að koma umræðu um málið á almennilegt skrið. Ella er betra að sitja heima en að fara af stað,“ segir í greininni. Knattspyrnudeild Þórs sagði í yfirlýsingu um málið að um „stór mistök“ hafi verið að ræða og að félagið hefði ekki gert neinn samning við né hlotið greiðslur frá Coolbet. Þessar skýringar töldu margir ótrúverðugar. Hvort er líklegra.Að Gunnar Bragi hafi farið í blackout í 36 klukkustundir?eðaAð þórsarar hafi fengið 0 krónur fyrir að vera með Coolbet derrur í viðtölum?— Sigurður O. (@SiggiOrr) June 24, 2020 Einnig komst upp að samstarf Þórs og Coolbet væri ekki nýtt af nálinni þar sem árskort stuðningsmanna var prýtt merki veðmálafyrirtækisins. Jóhann Már Helgason, sérfræðingur í fjármálum íslenskra knattspyrnufélaga, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að honum þætti lögin úrelt. „Að mínu viti eru þessi lög úrelt því það er verið að auglýsa veðmálastarfsemi á Íslandi í gegnum Lengjuna og því halda ekki þau rök að þessar auglýsingar frá fyrirtækjum eins og Coolbet séu eitthvað verri en frá Lengjunni - þær eru grófari ef eitthvað er. Frá mínum bæjardyrum séð stendur þessi einokun Íslenskra Getrauna knattspyrnudeildum landsins fyrir þrifum, jafnvel þó allur hagnaður þeirra renni aftur til félaganna,“ sagði Jóhann.
Þór Akureyri Fjárhættuspil Tengdar fréttir Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00 Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30 Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39 Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10 Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Segir lögin úrelt því veðmálastarfsemi sé auglýst í gegnum Lengjuna Sérfræðingur um fjárhagsstöðu íslenskra knattspyrnufélaga segir lög um auglýsingar veðmálafyrirtækja hér á landi ekki halda vatni. 25. júní 2020 16:00
Þjálfari Þórs um Coolbet-málið: „Leiðinlegt að svona hlutir komi upp“ Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að stóra Coolbet-málið hafi verið leiðinlegt og það hafi ekki verið gaman fyrir þá standa að knattspyrnuliði Þórs. 25. júní 2020 11:30
Yfirlýsing Þórs: Þungbær en réttmæt niðurstaða Knattspyrnudeild Þórs biður KSÍ, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði sínu í tengslum við auglýsingu á erlendu veðmálafyrirtæki, bæði í viðtölum og á árskortum á heimaleiki liðsins. 24. júní 2020 15:39
Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. 24. júní 2020 15:10
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki