Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Í yfir fjörtíu prósent nauðgunarmála sem koma á borð Stígamóta er gerandinn vinur eða kunningi botaþola. Vísir/vilhelm Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira