Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2020 20:00 Frá mótmælum í Hong Kong í dag. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í dag er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Getty Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. Löggjöfin er í raun svar kínverskra stjórnvalda við mótmælahrinu síðasta árs. Meðal annars er gert refsivert að grafa undan yfirráðum Kínverja yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði með nokkrum hætti. Gagnrýnendur laganna segja þau stangast á við samkomulagið sem var gert þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 um að íbúar sjálfsstjórnarsvæðisins fengju að búa við önnur lög og aðrar reglur en íbúar á meginlandinu í fimmtíu ár. Leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong segir markmiðið með öryggislögunum ekki eingöngu að refsa fyrir brot. „Þetta snýst líka um fælingarmáttinn. Að fæla fólk frá alvarlegum brotum á borð við uppreisn og hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Carrie Lam. Íbúar mótmæltu í dag og svaraði lögregla meðal annars með öflugum vatnsbyssum. Leiðtogar á vesturlöndum tjáðu sig um málið. Evrópusambandið sagðist hafa áhyggjur af stöðunni og Þýskalandskanslari sömuleiðis. „Við höfum umtalsverðar áhyggjur af þessari löggjöf. Mannréttindamál eru alltaf ofarlega á blaði þegar við eigum í viðræðum við Kínverja,“ sagði Angela Merkel. Kína Hong Kong Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. Löggjöfin er í raun svar kínverskra stjórnvalda við mótmælahrinu síðasta árs. Meðal annars er gert refsivert að grafa undan yfirráðum Kínverja yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði með nokkrum hætti. Gagnrýnendur laganna segja þau stangast á við samkomulagið sem var gert þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 um að íbúar sjálfsstjórnarsvæðisins fengju að búa við önnur lög og aðrar reglur en íbúar á meginlandinu í fimmtíu ár. Leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong segir markmiðið með öryggislögunum ekki eingöngu að refsa fyrir brot. „Þetta snýst líka um fælingarmáttinn. Að fæla fólk frá alvarlegum brotum á borð við uppreisn og hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Carrie Lam. Íbúar mótmæltu í dag og svaraði lögregla meðal annars með öflugum vatnsbyssum. Leiðtogar á vesturlöndum tjáðu sig um málið. Evrópusambandið sagðist hafa áhyggjur af stöðunni og Þýskalandskanslari sömuleiðis. „Við höfum umtalsverðar áhyggjur af þessari löggjöf. Mannréttindamál eru alltaf ofarlega á blaði þegar við eigum í viðræðum við Kínverja,“ sagði Angela Merkel.
Kína Hong Kong Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira