Myndarbragur meirihlutans í Garðabæ þegar framtíðarsýnina vantar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. júlí 2020 07:30 Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram forkynning á staðsetningu tveggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Markmiðið er að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst vegna óviðunandi stöðu Garðabæjar gagnvart fötluðum einstaklingum og skorti á búsetuúrræðum sem þeim bjóðast. Það húsnæði sem býðst er í misjöfnu ásigkomulagi og tryggir ekki íbúum þann aðbúnað sem þeim ber. Því liggur á. Í núverandi skipulagi eru einfaldlega ekki margar staðsetningar sem koma til greina þar sem hægt er að hefjast handa án mikillar fyrirhafnar. Þegar biðin er komin að þolmörkum og bregðast á skjótt við uppsöfnuðum langvarandi vanda, sem engin framtíðarsýn hefur verði mynduð um, er hættan sú að það verði teknar rangar ákvarðanir. Ákvarðanir sem byggja hvorki á rýnivinnu né mati á því sem fyrir er og hvernig til hefur tekist. Samráðsleysið við tilvonandi íbúa verður algjört, tillit til reglugerða, mannréttindasáttmála og laga um búseturétt fatlaðs fólks verður haft að vettugi. Meirihlutanum liggur á að bregðast við einni lagalegri skyldu og því víkja önnur meginsjónarmið, sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum, um rétt fatlaðs fólks til að koma að ákvörðunum um það húsnæði sem í boði verður. Hvorki verður höfð í heiðri 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um tækifæri fatlaðs fólks til þess að velja sér, til jafns við aðra, bæði búsetustað, hvar og með hverjum það býr og að því sé ekki gert að eiga heima þar sem tiltekið búsetuform ríkir. Né heldur verður horft til stefnuskrár Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem byggir á alþjóðlegum mannréttindasamningum, þar sem fram kemur að heimili fatlaðra skulu dreifast milli hverfa og byggðarlaga. Af þessu höfum við í Garðabæjarlistanum miklar áhyggjur. Það er ekki bara hægt að gera betur, heldur ber okkur sem kjörnum fulltrúum skylda til þess að þjónusta alla íbúa og virða sjálfsagðan rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðrar búsetu þar sem ólíkum þörfum einstaklinga er mætt. Við höfum af því áhyggjur að það eigi að leggja upp með nákvæmlega eins íbúðakjarna og nýverið var tekinn í gagnið án nokkurrar athugunar á því hvernig hann er að reynast íbúum eða starfsfólki. Ég hef ítrekað lagt til að fram fari úttekt á því hvernig til tókst áður en ákvörðun um nýja kjarna verður tekin. Við höfum líka af því áhyggjur að fatlað fólk muni hafa skert frelsi til að velja búsetu sína þegar kemur að hverfum Garðabæjar, þar sem allir þrír íbúðakjarnarnir fyrir fatlað fók verða á svipuðum stað. Við teljum það hvorki samræmast kröfum nútímans né framtíðarinnar eða alþjóðlegum sáttmálum. Það færi betur á að Garðabær hefði yfir að ráða meirihluta með einhverja framtíðarsýn. Uppbygging á búsetu fatlaðs fólks er mikilvægt og þarft verkefni í stækkandi sveitarfélagi. Meirihluti með framtíðarsýn myndi meta fyrst þá reynslu sem komin er af núverandi skipulagi íbúakjarna og skipuleggja áframhaldandi uppbyggingu í eðlilegu samráði með fulltrúum tilvonandi íbúa. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar