Segir Alonso vera ástæðu þess að Chelsea tapaði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 10:30 Alonso ætti mögulega að einbeita sér að varnarleik frekar en bakfallsspyrnum. EPA-EFE/Michael Regan Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports á Englandi, kenndi spænska bakverðinum Marcos Alonso nær alfarið um 3-2 tap Chelsea gegn West Ham United í gærkvöld. Mikið hefur verið rætt um vinstri bakvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea undanfarið. Þrálátir orðrómar eru varðandi möguleg vistaskipti Ben Chilwell úr Leicester City í Chelsea. Frammistaða Marcos Alonso í óvæntu 3-2 tapi Chelsea í gær var ekkert að fara minnka þá orðróma en Alonso átti skelfilegan leik. Með sigri hefði Chelsea hoppað yfir Leicester í töflunni en lærisveinar Brendan Rodgers hafa engan veginn náð vopnum sínum eftir að úrvalsdeildin fór aftur af stað. Spánverjinn virðist einfaldlega ekki fær um að spila sem vinstri bakvörður eftir að hafa blómstrað sem vængbakvörður þegar Antonio Conte var við stjórnvölin á Brúnni. Gekk Gary Neville svo langt að kenna Alonso nær alfarið um tapið. Liðið missti boltann og West Ham sótti hratt í svæðið sem Alonso skildi eftir sig. Andriy Yarmolenko nýtti sér það pláss sem hafði myndast í fjarveru Alonso og tryggði West Ham öll þrjú stigin við mikinn fögnuðu David Moyes. Man of the Match, @WestHam s Michail Antonio 1 goal5 shots (most in match)2 on target1 assist (for Yarmolenko s winning goal)2 chances created pic.twitter.com/0gGnt1kvwC— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) July 1, 2020 „Horfið á hann, hvað er hann að gera? Hann er jafn Yarmalenko þegar skyndisóknin hefst en hann nennir ekki að hlaupa til baka. Þú hleypur til baka eins hratt og þú getur þegar liðið þitt tapar boltanum. Þetta er eitthvað sem þú lærir þegar þú ert sex ára gamall,“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn á Sky í gær. Neville ætti að vita eitthvað um stöðu bakvarðar en hann lék nær allan sinn feril sem hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins. Lék hann 85 landsleiki fyrir England, enginn hægri bakvörður á fleiri. Þá vann hann 20 titla á ferli sínum sem leikmaður.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira