Er Selfoss búið að snúa við blaðinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 12:30 Selfoss stefnir á að gera Val erfitt fyrir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/HAG Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45