Samverkakona Epstein handtekin af FBI Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:55 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56