Laumaðist til að taka myndir af konum í sundlaugarklefa Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 15:10 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun. Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot með því að taka, eða reynt að taka, á farsíma sinn myndir af þremur konum sem voru naktar eða hálfnaktar í kvennaklefa Sundlaugar Kópavogs. Málið kom á borð lögreglunnar eftir að forstöðumaður sundlaugarinnar tilkynnti um kynferðisbrot ákærða 15. maí 2018. Hafði ákærði þá hlaupið í skarðið fyrir kærustu sína sem starfaði við þrif hjá sundlauginni. Forstöðumaðurinn sagðist hafa fengið ábendingar um að við lokun laugarinnar hafi maðurinn beint síma sínum inn í kvennaklefann og tekið myndir af þeim sem þar voru. Konur sem voru í klefanum urðu vitni af háttsemi mannsins, eltu hann uppi og kröfðust þess að fá að sjá myndirnar í símanum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi virkað flóttalegur á meðan hann fletti í gegnum myndasafnið með miklum hraða. Konurnar kváðust hafa séð snögglega myndir sem sýndu þær naktar og myndir sem samsvöruðu umhverfinu í klefanum sjálfum. Konurnar lögðu allar fram kæru í málinu og voru teknar skýrslur af þeim og ákærða. Framburður kvennanna þótti trúverðugur en framburður ákærða, sem neitaði sök, þótti það ekki. Útskýringar hans á því af hverju hann hélt á símanum voru á reiki og segir að hann hafi reynt að koma sér hjá því að svara spurningum beint. Tekið var eftir því að Samsung-farsími mannsins hafði verið endurræstur tveimur dögum eftir atvikið með þeim hætti að öll gögn höfðu eyðst. Ákærði hafði áður verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar árið 2018 og voru blygðunarsemisbrot mannsins framin áður en sá dómur féll. Ákærða er því gerð refsing í einu lagi og skal hann sæta fangelsi í fjóra mánuði sem fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Þá skal hann sæta upptöku á farsíma sínum, greiða einni kvennanna 200.000 krónur og greiða málsvarnarlaun.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira