Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 21:02 Saksóknarar kynntu stöðu rannsóknarinnar gegn Maxwell í dag. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. Hin breska Maxwell var handtekinn í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna í morgun og kom hún fyrir alríkisdómara í dag þar sem henni voru kynntar ákærur á hendur henni. Er hún ákærð fyrir að hafa tælt ungar stúlkur til þess ferðast til þess að taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, að hafa flutt og aðstoðað við flutning á ungum stúlkum undir lögaldri með það í huga að þær myndu taka þátt í ólöglegu kynferðislegu athæfi, auk þess að hún hefur verið ákærð fyrir að fremja meinsæri. Yfirvöld hafa verið á höttunum eftir Maxwell allt frá því að mál Epstein kom upp en hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Epstein lést í fangelsi í New York í ágúst á síðasta á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um kynferðisbrot og mansal. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar, oftar en ekki sögðust þær hafa kynnst Epstein í gegnum Maxwell. Maxwell hefur ávallt neitað sök í málinu en samkvæmt ákærum á hendur henni er hún sögð hafa leikið lykilhlutverk í mansalshring Epstein. Þar segir að henni hafi tekist að lokka ungar stúlkur með því að sýna þeim áhuga, fara með þeir í verslanir og kvikmyndahús. Þannig er hún sögð hafa náð tangarhaldi á þeim og nýtt það til þess að ræða kynferðislegar athafnir við þær, sem endaði með því að þær voru hvattar til að nudda Epstein, sem áttu það til að leiða til kynferðislegra athafna, að því er fram kemur í ákærunni.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00 Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06 Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55
Andrés segist vilja hjálpa en saksóknarar segja hann ljúga Deilur prinsins og saksóknara í Bandaríkjunum halda áfram. 9. júní 2020 12:00
Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein. 28. janúar 2020 20:06
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57