Drukknir, dólgslegir og dottandi í verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 06:02 Tveir ölvaðir ólátabelgir fengu að verja nóttinni í fangaklefa eftir að hafa raskað svefnfriði Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi. Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Rúðubrot, lausir hestar, búðarhnupl og heimapartý voru meðal þeirra 64 mála sem lögreglan segir að hafi ratað inn á hennar borð í gærkvöldi og nótt. Þannig á lögreglan að hafa haft hendur í hári tveggja þjófa sem höfðu stolið varningi úr verslunum. Annar þeirra á ennþá að hafa verið í versluninni þegar lögreglumenn bar að garði en hinn skammt frá vettvangi hnuplsins. Bæði tilfelli eru sögð hafa verið leyst með skýrslutöku á vettvangi og þýfinu skilað aftur upp í hillur. Þá voru tveir drukknir menn sagðir hafa verið með leiðindi í Breiðholti um klukkan tvö í nótt. Þeir eiga til að mynda að hafa öskrað hástöfum og verið með annað ónæði, sem er ekki nánar tilgreint í dagbók lögreglu. Þar að auki eiga þeir ekki að hafa hlýtt fyrirmælum lögregluþjóna sem handtóku þá fyrir vikið. Starfsmenn verslunar í miðborginni eru jafnframt sagðir hafa óskað eftir lögregluaðstoð á öðrum tímanum í nótt vegna „vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig“ í búðinni. Hann virðist þó ekki hafa verið þreyttari en svo að honum tókst að yfirgefa verslunina af sjálfsdáðum eftir að lögreglumennirnir vöktu hann. Þá virðist skemmtanahald næturinnar ekki hafa hætt á slaginu 23, þegar skemmtistaðir borgarinnar lokuðu af sóttvarnaástæðum. Lögreglan segist nefnilega hafa þurft að stöðva tvö heimasamkvæmi eftir miðnætti, annað í Vesturbæ Reykjavíkur en hitt í Grafarvogi.
Lögreglumál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði