Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 23:18 Bolsonaro, hér með grímu, hefur verið lítið fyrir það að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Getty/NurPhoto Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. Frumvarpið sem varð að lögum tók þó nokkrum breytingum til þess að forsetinn myndi samþykkja það. Alls hafa nú 1.539.081 íbúar Brasilíu greinst með kórónuveirusmit og þar af hafa 61.884 látið lífið af völdum veirunnar. Ríkisstjórn Brasilíu hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við veirunni og hefur forsetinn, Jair Bolsonaro, ítrekað gert lítið úr faraldrinum og virt sóttvarnartilmæli að vettugi. Það er einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa látist og greinst með kórónuveirusmit. Nú hefur Bolsonaro samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu úti á meðal almennings. Sé einhver uppvís um að nota ekki andlitsgrímu á sá hinn sami yfir höfði sér myndarlega sekt. Forsetinn krafðist þess þó að grímuskyldan myndi ekki gilda alls staðar. Ákvæði laganna sem gerðu kröfu um að grímur skyldu notaðar í verslunum, skólum og bænastöðum voru felldar með neitunarvaldi Bolsonaro. Þá má sömu sögu segja af ákvæði sem hefði gert dreifingu andlitsgríma til fátækra að skyldu stjórnvalda. Brasilíska þjóðþingið hefur nú þrjátíu daga til þess að fella neitun Bolsonaro úr gildi. Bolsonaro hefur ítrekað sagt að fjarlægðarreglur og sóttkví séu ekki nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við faraldurinn og muni eingöngu hafa neikvæð áhrif á brothætt efnahagslíf Brasilíu. Hann hefur neitað að bera grímu og hlaut hann skammir frá dómstólum fyrir það í júní. Ríki Brasilíu hafa þó að einhverju leiti reynt að hefta útbreiðslu faraldursins með aðgerðum. Nú í vikunni varð börum í Ríó de Jainero heimilt að hefja starfsemi aftur. Yfir 6.600 hafa látist í faraldrinum í borginni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira