Hinsta kveðjan dýrari eftir lagabreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2020 18:45 Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga. Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga.
Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira