Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 20:00 Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir. Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir.
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira