KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar.
Fyrst fengu KA vítaspyrnu sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði úr og héldu Akureyringar þarna að þeir væru búnir að tryggja sér þrjú stig. Allt kom fyrir ekki, nokkrum andartökum síðar fengu Blikar víti og Thomas Mikkelsen fór á punktinn og jafnaði fyrir Kópavogsliðið.
Vítaspyrnudómanna og mörkin má sjá hér efst í fréttinni.