Ræður fólkið eða flokkurinn? Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 7. júlí 2020 08:00 Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Hafnarfjörður Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi metnað til að einkavæða opinbera innviði. Það er heldur ekkert sérstaklega óvænt að „fordæmalausar aðstæður“ skulu vera notaðar til þess að svala þessum metnaði. Eigum við að segja að þetta sé eftir bókinni þegar kemur að flokknum. Þetta er í eðli hans. Um sístætt eðli má einnig lesa í dæmisögunni um skjaldbökuna og sporðdrekann. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð gat sporðdrekinn ekki annað en stungið skjaldbökuna þegar að bakkanum kom, eftir að hafa þegið ferð yfir sundið á baki skjaldbökunnar. Það er í eðli hans. Sýndarlýðræði bæjarstjórans Það sem er rislítið í þessu öllu er að kannast ekki við þennan metnað, já eða boða ekki þessa hugmyndafræði, í samtali við kjósendur. Í aðdraganda kosninga þykist flokkurinn standa fyrir velferð, gagnsæi og heiðarleg vinnubrögð. Sem er auðvitað ekki skrítið; eftir þessu er ítrekað kallað af hálfu kjósenda. Svo. Það þarf að láta til skrarar skríða þegar meirihlutanum er náð. Eða eins og bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði ræddi í morgunútvarpi Rásar 2, föstudaginn 2. júlí og gæti útlagst svona: við erum með meirihluta, við náum því fram sem við viljum. Þarna lýsir bæjarstjórinn þeirri sannfæringu sinni að samráð við bæjarfulltrúa hafi ekki verið nauðsynlegt í aðdraganda þess að Kvika banki var fenginn til að halda utan um einkavæðingu eignarhluta Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn var búinn að telja sig öruggan með puttunum. Samtal við bæjarbúa er óþarft, samtal við bæjarfulltrúa er óþarft – það eina sem þarf er einfaldur meirihluti til að staðfesta það sem löngu er búið að ákveða. Einhverjum gæti hér flogið í hug orðið sýndarlýðræði. Áhugasamir eru hvattir til að hlusta á viðtalið. Það er merkilegt að hlusta á bæjarstjórann lýsa því einlægt og umbúðalaust þegar hún fékk óvænta hugmynd í miðju COVID – kannski væri bara sniðugt að selja. Svo var farið af stað. Einhvern veginn er þessi lýsing bæjarstjórans hin fullkomna játning á lýðræðisfúski. Bæjarstjóri er leiðtogi allra bæjarbúa Í einfaldri framsetningu er málið svona: einkavæðing eignarhlutar bæjarbúa í HS Veitum er stórpólítískt hagsmunamál allra Hafnfirðinga sem fékk enga umræðu í aðdraganda kosninga. Því hafa kjörnir fulltrúar hvorki umboð né upplýsta umræðu frá íbúum Hafnarfjarðar til að selja hlutinn. Það er þarna sem bæjarstjóri Sjálfstæðismanna misnotar lýðræðið í stað þess að virða það og virkja. Kjörinn fulltrúi í Hafnarfirði er rödd fólksins í Hafnarfirði, framkvæmir vilja þess og ber fram upplýsta og vel ígrundaða framtíðarsýn kjósenda. Komi upp mál á kjörtímabilinu sem enga umræðu fékk í aðdraganda kosninga, og er eins umdeilt og fyrirhuguð einkavæðing HS Veitna, er það siðferðisleg skylda stjórnenda að spyrja bæjarbúa álits áður en ákvörðun er tekin. Sveitarfélög eru samsett af fólki – ekki stjórnmálaflokkum. Í því ljósi skal skoða þá grundvallarreglu að bæjarstjóri er ekki flokksfyrirliði sem vann innanfélagsmót. Bæjarstjóri er leiðtogi allra íbúa sveitarfélagsins. Hafnfirðingum er bent á að nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut bæjarbúa í HS Veitum. Höfundur er áhugamaður um íbúalýðræði í Hafnarfirði.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun