Hugsaði „Ég er dauð, ég er dauð“ þegar kletturinn hrundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 11:00 Margrét Rósa Kristjánsdóttir forðaði sér naumlega undan grjóthruni í Esjunni um helgina. Vísir/Gulli Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“ Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“
Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28