Herjólfur siglir ekki í dag og því voru góð ráð dýr fyrir leikmenn og starfslið ÍBV sem mætir Leikni Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Á vef Eyjafrétta kemur fram að sökum þess að Herjólfur siglir ekki í dag þá hafi ÍBV þurft að ferðast með tuðrum til að hægt verði að spila leikinn á tilsettum tíma.
Veðrið var eins og best á kosið svo Eyjamenn ættu ekki að geta kennt ferðinni um ef illa fer í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í Efra-Breiðholtinu og verður sýndur í beinn útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Bæði lið eiga enn eftir að tapa leik þegar þremur umferðum er lokið.