Áfrýja ekki leikbanni Dier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 17:30 Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier. Catherine Ivill/Getty Images Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10