Tottenham gerði markalaust jafntefli við Bournemouth í dag en leiktíminn fór yfir hundrað mínútur. Liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Leikurinn fer ekki í sögubækurnar sem sá skemmtilegasti en það var ekki mikið að frétta í leiknum.
Bournemouth - Tottenham fer líklega í sögubækurnar sem endaþarmur Enska Boltans! Það ættu allir í heiminum að vera að gera eh annað en horfa á þetta
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 9, 2020
Á lokamínútu venjulegs leiktíma skoraði Callum Wilson fyrir Bournemouth en markið var dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Heilum tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en hvorugt liðið náði að nýta sér það.
Tottenham er í níunda sæti deildarinnar en Bournemouth í 18. sæti, fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.