Þrastarungi sem víkur ekki frá ellefu ára dreng vekur hann með fuglasöng Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 21:00 Þrastarunginn Selma víkur ekki frá Kára. Hún er frjáls ferða sinna öllum stundum en unir sér best í Hlíðunum. SIGURJÓN ÓLASON Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi. Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi.
Dýr Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira