Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 14:25 Erlendur ferðamaður í Fellsfjöru. Vísir/Vilhelm Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“ Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent