Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles taldi sig hafa slegið heimsmet Usain Bolt í 200 metra spretthlaupi í gær en svo reyndist ekki þegar betur var að gáð. Tíminn sem Lyles hljóp á var betri en heimsmet Bolt en því Lyles hljóp aðeins 185 metra.
Hinn 22 ára gamli Lyles hljóp - það sem hann hélt að væru 200 metrar - á 18.9 sekúndum eða heilli sekúndu minna en Bolt hljóp á árið 2009 í Berlín í Þýskalandi. Þar með var Bolt að bæta eigið heimsmet sem hann setti ári fyrr í Peking í Kína.
Besti tími Lyles í 200 metra spretthlaupi var - og er - 19.5 sekúndur. Því var frekar ólíklegt að hann hafi komið í mark á 18.9 sekúndum. Þegar endursýningin var skoðuð kom í ljós að hann hljóp aðeins 185 metra og því ekki um heimsmet að ræða.
Noah Lyles. 18.90. 200m.
— Chris Chavez (@ChrisChavez) July 9, 2020
Except...he started at the wrong start line, according to the broadcast.pic.twitter.com/jqpAZl7qnK
Lyles er sem stendur ríkjandi heimsmeistari í 200 metra hlaupi en hann vann titilinn í Doha í Katar á síðasta ári.