Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. júlí 2020 13:31 Skúli Magnússon héraðsdómari vann að gerð frumvarpsins. Vísir/Þorbjörn Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar. Stjórnarskrá Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar.
Stjórnarskrá Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira