600 þúsund kusu í prófkjöri stjórnarandstöðunnar í Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 17:22 Stuðningsmenn aukins lýðræðis í Hong Kong flykktust á kjörstaði fyrir prófkjör stjórnarandstöðunnar. Getty/ Billy H.C. Kwok Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Hong Kong segir að meira en 600 þúsund íbúar sjálfstjórnarhéraðsins hafi um helgina greitt atkvæði í prófkjöri stjórnarandstöðuhópsins. Atkvæðin eru sögð merkingarþrungin og gefa til kynna hve margir séu mótfallnir nýjum öryggislögum sem yfirvöld í Peking kynntu nýlega en þeir sem talað hafa fyrir auknu lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu hafa gagnrýnt lögin harðlega og sagt þau ógna stöðu og sjálfstæði Hong Kong auk þess að þagga niður í gagnrýnisröddum. Niðurstöður prófkjörsins munu móta framboðslista stjórnarandstöðuhópsins, sem styður aukið lýðræði, fyrir kosningar til löggjafarþings Hong Kong sem haldnar verða í september. Flokkurinn stefnir auðvitað að því að ná meirihluta í fyrsta skipti frá stjórnarflokknum sem styðja yfirvöld Kína. Mikil þátttaka var í prófkjörinu, sem aðeins var fyrir stjórnarandstöðuna, og er það talið gefa til kynna að stór hluti borgarbúa styðji ekki aukin yfirráð Kína á svæðinu. Í héraðinu búa um 7,5 milljónir. Háttsettir embættismenn í Hong Kong höfðu varað stjórnarandstöðuna við því að prófkjörið gæti verið brot á öryggislögunum en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstaði sem voru meira en 250 talsins um alla borg. Langar raðir mynduðust fyrir utan kjörstaðina þar sem kjósendum var gert kleift að kjósa á netinu, eftir að borið hafði verið kennsl á þá. Skipuleggjendur segja að 592 þúsund hafi verið búnir að kjósa rafrænt og að 21 þúsund hafi mætt á kjörstaði og skilað atkvæði á blaði þegar kjörstöðum var lokað á sunnudagskvöld. Það sé meira en búist var við. Þeir sem kusu í prófkjörinu voru um þriðjungur þeirra sem studdu við stjórnarandstöðuna í kosningunum í fyrra.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28 Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26 Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. 8. júlí 2020 17:28
Bækur lýðræðissinna fjarlægðar í Hong Kong Kínversk yfirvöld hafa fjarlægt bækur eftir þekkta lýðræðissinna í Hong Kong til að fara yfir hvort að efni þeirra samræmist nýjum og umdeildum öryggislögum sem tóku gildi í síðustu viku. Bækurnar eru ekki lengur aðgengilegar á bókasöfnum borgríkisins. 5. júlí 2020 18:26
Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. 3. júlí 2020 20:00