Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2020 18:40 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira