Jóhannes Karl: Davíð Þór vanvirðir liðin í deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2020 20:05 Jóhannes Karl var ánægður með mörkin fjögur en sendi sérfræðingi Stöðvar 2 Sport tóninn. Vísir/Bára Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt. Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fyrsta leiknum í 6. umferð Pepsi Max deildar karla lauk með stórsigri ÍA á Gróttu á Seltjarnarnesi. Lokatölur 4-0 fyrir Skagamönnum en Seltirningar höfðu átt góðu gengi að fagna fyrir leik og náð í sín fyrstu stig í deildinni. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var eðlilega sáttur með frammistöðu sinna manna en hann sendi Davíði Þór Viðarssyni - sérfræðingi Pepsi Max Stúkunnar - pillur í viðtali að leik loknum. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leik dagsins af miklum krafti og komust yfir strax eftir þriggja mínútna leik og fylgdu því eftir með þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik. Gerðu þeir svo gott sem út um leikinn á þeim kafla. „Við vissum alveg að þetta yrði ekkert auðvelt hérna þannig við gáfum vel í í byrjun leiks, pressuðum hátt á vellinum og þvinguðum þá í mistök. Við sköpuðum okkur færi sem endaði með góðu marki snemma leiks og við fylgdum því vel eftir. Við fengum alveg færin í að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik,” sagði Jóhannes Karl hæstánægður eftir leik og hélt áfram. „Ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig. Þá sérstaklega að þú óskaðir eftir að við myndum halda hreinu fyrir leik sem við gerðum á móti mjög vel spilandi Gróttu liði sem er með marga góða leikmenn og það gladdi mig mikið,” sagði Jóhannes Karl og glotti en undirritaður hafði óskað eftir því að Skagamenn myndu halda hreinu í viðtali fyrir leik. Gísli Laxdal og Brynjar Snær komu inn í byrjunarlið Skagans í dag. Jói Kalli var ánægður með hversu vel þeir stigu upp. ÍA á marga unga leikmenn sem vel er hægt að nota í liðinu þegar meiðsli herja á hópinn og bætti hann við að strákarnir sem komu inná í leiknum eiga líka hrós skilið fyrir sitt framlag. Það hefur verið leikið þétt í deildinni til þessa og síðari hálfleikurinn talsvert rólegri en sá fyrri. „Þetta er búið að vera ágætis álag í mótinu og áttum við ágætis möguleika á að spara okkur í seinni hálfleiknum. Það er ekkert leyndarmál að Marcus Johansson er ekki kominn í sitt besta stand og fleiri leikmenn sem eru ekki komnir í 100% form þannig við drápum leikinn. Maður hefði samt alltaf viljað ógna marki Gróttu meira í þeim seinni. Núna er vika á milli leikja og ættum við þá að hafa alla leikmenn klára í næsta leik á móti Víking Reykjavík.” ÍA er komið í 2. sæti deildarinnar - um stundarsakir - og var Jói Kalli spurður um framhaldið. „Ég er virkilega ánægður með hvað það er mikil framför í hlutunum hjá okkur þó ég hefði viljað vinna síðasta leik en við unnum leikinn í dag. Þetta blasir vel við mér og ætla ég að vona að sumarið blasi vel við fleirum þó að umræðan oft á tíðum að deildin verði tvískipt. Davíð Þór Viðarsson telur gæði oft á tíðum ekki nógu góð í hinum liðunum í landinu sem mér finnst alveg ótrúlega fáránleg ummæli frá manni sem er sérfræðingur á Stöð 2 Sport.” „Það eru fullt af góðum liðum í deildinni. Mörg góð lið sem eru að byggja upp til framtíðar og er það vanvirðing við deildina að tala um það að sumir leikir séu ekki eins merkilegir og aðrir sem er algjör vanvirðing við fótboltan í landinu,” sagði Jói Kalli um umræðuna er varðar tvískiptingu deildarinnar. Umræðan um ÍA liðið hefur verið mikið um að þeir eru ekki nægilega stöðugir í sínum leik. Jóhannes Karl er ekki sammála þeirri umræðu og segir að hans lið sé bara að spá í því hvað það geti gert betur og séu að vinna vel í sínum hlutum. Meðal annars að spila betri knattspyrnu en þeir hafi áður gert og því sé framtíðin á Skaganum mjög björt.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Grótta - ÍA 0-4 | Aftur skoraði ÍA fjögur á útivelli Annan leiknn í röð skoruðu Skagamenn fjögur mörk á útivelli og annan leikinn í röð fékk Grótta á sig fjögur mörk á heimavelli. Lokatölur á Seltjarnarnesi 4-0 ÍA í vil. 12. júlí 2020 18:55
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti