Guðlaug Edda safnar Íslandsmeistaratitlum þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 12:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er að safna Íslandsmeistaratitlum þessa dagana. Skjámynd/Instagram Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT Þríþraut Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT
Þríþraut Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Sjá meira