Manchester United mistókst að komast í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli á Southampton á heimavelli í kvöld.
Það voru gestirnir sem komust yfir strax á 12. mínútu. Paul Pogba missti boltann á slæmum stað, gestirnir brunuðu í sókn og Stuart Armstrong kom boltanum í netið.
Adam var þó ekki lengi í paradís því einungis átta mínútum síðar var allt orðið jafnt. Snörp sókn United endaði á því að Anthony Martial kom boltanum á Marcus Rashford sem skoraði.
Þremur mínútum síðar var United komið yfir. Anthony Martial kom sér þá inn á teiginn og kláraði færið vel. 2-1 í hálfleik en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma er Michael Obafemi jafnaði á 96. mínútu.
@ChelseaFC & @LCFC fans watching @ManUtd concede a 97th minute equaliser... pic.twitter.com/YqlOWUsqcC
— SPORF (@Sporf) July 13, 2020
United er því áfram í 5. sætinu, nú með 59 stig. Leicester er í 4. sætinu með 59 stig og Chelsea er í því þriðja með 60 stig en United hefur ekki tapað leik eftir kórónuveiruhléið.
Southampton er í 12. sætinu með 45 stig.