Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júlí 2020 13:34 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78. „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“ Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ Þetta sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‚78 í hádegisfréttum Bylgjunnar um forsetakosningarnar sem fóru fram í Póllandi í gær. Andrzej Duda, sitjandi forseti, bar sigurorð af Rafal Trzakowski, borgarstjóra Varsjár, en sigurinn var afar naumur. Duda hlaut rúmlega 51% atkvæða en Trzakowski hátt í 49%. Afstaða Pólverja á Íslandi var aftur á móti mun afdráttarlausari en hátt í 80% Pólverja á Íslandi vildu Rafal Trzakowski í forsetastólinn. Hvað lest þú í þá kosningabaráttu sem Duda hefur háð? „Það sem hann er að gera er auðvitað það sem gekk vel hjá flokknum hans, Lögum og réttlæti, í síðustu þingkosningum og það er að auka ótta gegn hinsegin fólki og nota hinsegin fólk sem einhvers konar grýlu til þess að fá fólk til að kjósa sig. Þau hafa gert þetta áður, gerðu þetta í kosningunum þar á undan, þá var flóttafólk grýlan. Þau nýta minnihlutahópa og hatur gegn þeim og ótta til þess að ná völdum.“ Erfiðara að ræða stjórnmál við fjölskylduna nú en áður Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og fyrrverandi formaður fjölmenningarráðs, segir að pólska þjóðin sé klofin að loknum forsetakosningum. Í Bítinu í morgun fjallaði Thomasz um kosningarnar sem fóru fram í gær en Tomasz segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um Duda, að vera með honum eða á móti. Samfélagið í Póllandi einkennist nú af sundrungu og togstreitu. „Nú er samfélagið skipt í tvennt. Stór hópur fólks hefur fengið nóg af ríkisstjórninni og því sem hún hefur gert á undanförnum árum eins og hatur á hinseginfólki og þjóðernishyggju.“ Hann segir kosningarnar hafa skipað Pólverjum í tvær andstæðar fylkingar og að nú sé afar erfitt að ræða um stjórnmál, meira að segja innan fjölskyldunnar. „Það er erfiðara núna að tala um pólitík. Fjölskyldan mín er fyrir Duda og það hefur reynst mér erfitt að tala við fjölskylduna mína um pólitík. Það er næstum því ekki hægt. Það er næstum því eins og að allir þurfi að segja hvort þeir styðji Duda eða ekki. Það þarf að skilgreina sig.“
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09