Kalifornía skellir aftur í lás vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 23:18 Kaliforníubúar mótmæla ákvörðun ríkisstjórans um að grípa aftur til strangra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gaf í dag út tilskipun þess efnis að öll innanhúss veitingahús, barir og krár, söfn og dýragarðar skyldu loka á ný til að stemma stigu við frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Kórónuveirutilfellum í Kaliforníu hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga og hafa um átta þúsund tilfelli greinst daglega að meðaltali í ríkinu, sem er um helmingi meira en fyrir aðeins mánuði síðan. NEW: #COVID19 cases continue to spread at alarming rates. CA is now closing indoor operations STATEWIDE for:-Restaurants-Wineries-Movie theaters, family entertainment-Zoos, museums-CardroomsBars must close ALL operations.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Þá munu um þrjátíu sýslur í Kaliforníu einnig þurfa að loka líkamsræktarstöðvum, bænahúsum, vinnustöðum sem ekki teljast til framlínustétta, hárgreiðslustofum og verslunarmiðstöðvum. Í Kaliforníu hafa nærri 328 þúsund manns greinst með veiruna í Kaliforníu og rúmlega sjö þúsund látist vegna veirunnar. NEW: As #COVID19 cases and hospitalizations continue to rise, 30 counties will now be required to CLOSE INDOOR OPERATIONS for:-Fitness Centers-Places of Worship-Offices for Non-Critical Sectors-Personal Care Services-Hair Salons and Barbershops-Malls— Gavin Newsom (@GavinNewsom) July 13, 2020 Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur greinst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Samkvæmt nýjustu tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland, sem tekur saman tölulegar upplýsingar um Covid-19 veiruna, hafa rúmlega 13 milljón tilfelli greinst í heiminum öllum og lang flest í Bandaríkjunum, eða rúmlega 3,3 milljónir tilfella. 135.524 hafa látið lífið vegna veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34 Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39 Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. 13. júlí 2020 19:34
Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur. 9. apríl 2020 08:39
Íbúar í Kaliforníu haldi sig heima Ríkisstjórinn sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að fólk ætti einungis að yfirgefa heimili sín ef brýna nauðsyn beri til. 20. mars 2020 06:26