Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 11:59 Maðurinn viðurkenndi að hafa fróað skjólstæðingi sínum þrisvar á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar því við að þolandi sinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Dómurinn féll 30. júní en er nýbirtur á vef dómstólanna. Maðurinn var ákærður í desember síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa þrisvar vorið eða sumarið 2016 fróað skjólstæðingi sínum og notfært sér til þess andlega og líkamlega fötlun hans. Í ákæru segir að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömun og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Að sögn foreldra hans er hann með andlegan þroska á við þriggja til fjögurra ára barn og hafi aldrei sýnt af sér nokkra kynlífslöngun. Þá var manninum gefið að sök að hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að þolandinn var honum háður sem skjólstæðingur í trúnaðarsambandi. Fylgdi þolanda í uppvextinum Í dómi kemur fram að móðir þolanda hafi lagt fram kæru vegna ætlaðs kynferðisbrot mannsins gegn syni hennar. Hún sagði að maðurinn hefði fyrst kynnst syninum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Þau faðir drengsins hefðu alla tíð treyst honum. Loks fengu foreldrarnir manninn til að vera aðstoðarmaður sonarins í gegnum Reykjavíkurborg. Starfið fól í sér að þeir hittust tvisvar til þrisvar í viku og gerðu eitthvað saman. Móðirin kvaðst hafa fyrst áttað sig á því að ekki væri allt með felldu er hún fann sæði í nærbuxum sonar síns. Í annað skiptið hafi það verið eftir að hann fór í bíó með manninum en hitt eftir að maðurinn fór með fjölskyldunni í Heiðmörk í „picnic“ og þeir tveir hefðu farið saman í gönguferð um svæðið. Bað um „annað tækifæri“ Í kjölfar þess ræddu foreldrarnir við réttindagæslumann fatlaðra og lögreglu – og loks ákærða, sem hafi þá viðurkennt að hafa tvisvar hjálpað syni þeirra að fróa sér. Í dómi segir að maðurinn hafi gefið þá skýringu að hann hefði lesið það á netinu að þetta væri gott fyrir fólk með flogaveiki til að losa um tilfinningar. Hann hefði beðið þau að fara ekki með málið til lögreglu og bað þau jafnframt um að gefa sér „annað tækifæri“. Um ári síðar, þegar ekki hafði tekist að finna nýjan aðstoðarmann fyrir þolanda, var ákveðið að veita manninum umrætt „annað tækifæri“. Þeir hafi þá byrjað að hittast vikulega, það hefði gengið vel og nýr samningur gerður við manninn. Málið var þó að endingu kært til lögreglu. Haft er eftir manninum í dómnum að verknaðurinn hefði verið að frumkvæði þolandans, sem hafi beinlínis stýrt hönd mannsins að klofinu á sér. Þetta hefði gerst þrisvar sinnum á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk, einu sinni hefði þetta gerst á salerni á Þjóðminjasafninu og einu sinni á salerni í Egilshöll. Þá kvaðst maðurinn ekki hafa gefið foreldrum þolanda þær skýringar á atvikum að hann hefði lesið að sjálfsfróun væri góð fyrir flogaveika til að losa um spennu. Ósennilegt að þolandi gæti tjáð vilja sinn Í niðurstöðu dómsins eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu og framburður vitna og ákærða sögð sýna svo ekki verður um villst að brotaþoli á við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. „Þau vitni sem komu fyrir dóminn lýstu öll mjög takmarkaðri getu brotaþola til að tjá sig um vilja sinn og er sá framburður í samræmi við niðurstöður bæði rannsóknar Greiningarstöðvar á árinu 2008 og dómkvadds matsmanns í máli þessu,“ segir í dómi. Dómurinn telur sannað að maðurinn hafi brotið á skjólstæðingi sínum og notfært sér ástand hans og stöðu sína gagnvart honum líkt og lýst er í ákæru. Hæfileg refsing þótti tveggja ára fangelsi, að fullu óskilorðsbundin. Fyrir hönd þolanda var krafist 2,5 milljóna króna í miskabætur. Dómurinn ákvað að maðurinn skyldi greiða þolanda 1,2 milljónir, auk alls sakarkostnaðar, alls um 3,3 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar því við að þolandi sinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Dómurinn féll 30. júní en er nýbirtur á vef dómstólanna. Maðurinn var ákærður í desember síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa þrisvar vorið eða sumarið 2016 fróað skjólstæðingi sínum og notfært sér til þess andlega og líkamlega fötlun hans. Í ákæru segir að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömun og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Að sögn foreldra hans er hann með andlegan þroska á við þriggja til fjögurra ára barn og hafi aldrei sýnt af sér nokkra kynlífslöngun. Þá var manninum gefið að sök að hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að þolandinn var honum háður sem skjólstæðingur í trúnaðarsambandi. Fylgdi þolanda í uppvextinum Í dómi kemur fram að móðir þolanda hafi lagt fram kæru vegna ætlaðs kynferðisbrot mannsins gegn syni hennar. Hún sagði að maðurinn hefði fyrst kynnst syninum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Þau faðir drengsins hefðu alla tíð treyst honum. Loks fengu foreldrarnir manninn til að vera aðstoðarmaður sonarins í gegnum Reykjavíkurborg. Starfið fól í sér að þeir hittust tvisvar til þrisvar í viku og gerðu eitthvað saman. Móðirin kvaðst hafa fyrst áttað sig á því að ekki væri allt með felldu er hún fann sæði í nærbuxum sonar síns. Í annað skiptið hafi það verið eftir að hann fór í bíó með manninum en hitt eftir að maðurinn fór með fjölskyldunni í Heiðmörk í „picnic“ og þeir tveir hefðu farið saman í gönguferð um svæðið. Bað um „annað tækifæri“ Í kjölfar þess ræddu foreldrarnir við réttindagæslumann fatlaðra og lögreglu – og loks ákærða, sem hafi þá viðurkennt að hafa tvisvar hjálpað syni þeirra að fróa sér. Í dómi segir að maðurinn hafi gefið þá skýringu að hann hefði lesið það á netinu að þetta væri gott fyrir fólk með flogaveiki til að losa um tilfinningar. Hann hefði beðið þau að fara ekki með málið til lögreglu og bað þau jafnframt um að gefa sér „annað tækifæri“. Um ári síðar, þegar ekki hafði tekist að finna nýjan aðstoðarmann fyrir þolanda, var ákveðið að veita manninum umrætt „annað tækifæri“. Þeir hafi þá byrjað að hittast vikulega, það hefði gengið vel og nýr samningur gerður við manninn. Málið var þó að endingu kært til lögreglu. Haft er eftir manninum í dómnum að verknaðurinn hefði verið að frumkvæði þolandans, sem hafi beinlínis stýrt hönd mannsins að klofinu á sér. Þetta hefði gerst þrisvar sinnum á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk, einu sinni hefði þetta gerst á salerni á Þjóðminjasafninu og einu sinni á salerni í Egilshöll. Þá kvaðst maðurinn ekki hafa gefið foreldrum þolanda þær skýringar á atvikum að hann hefði lesið að sjálfsfróun væri góð fyrir flogaveika til að losa um spennu. Ósennilegt að þolandi gæti tjáð vilja sinn Í niðurstöðu dómsins eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu og framburður vitna og ákærða sögð sýna svo ekki verður um villst að brotaþoli á við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. „Þau vitni sem komu fyrir dóminn lýstu öll mjög takmarkaðri getu brotaþola til að tjá sig um vilja sinn og er sá framburður í samræmi við niðurstöður bæði rannsóknar Greiningarstöðvar á árinu 2008 og dómkvadds matsmanns í máli þessu,“ segir í dómi. Dómurinn telur sannað að maðurinn hafi brotið á skjólstæðingi sínum og notfært sér ástand hans og stöðu sína gagnvart honum líkt og lýst er í ákæru. Hæfileg refsing þótti tveggja ára fangelsi, að fullu óskilorðsbundin. Fyrir hönd þolanda var krafist 2,5 milljóna króna í miskabætur. Dómurinn ákvað að maðurinn skyldi greiða þolanda 1,2 milljónir, auk alls sakarkostnaðar, alls um 3,3 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira