„Það er enginn að greiða sér arð núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júlí 2020 08:25 Sel-Hótel í Mývatnssveit opnaði þann 4. júní eftir tæpra þriggja mánaða lokun. Facebook/Sel-Hótel Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira