Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Tyrkland Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Tyrkland Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira