Segir hæpið oft ansi mikið um Guðjón Pétur: „Er hann einhver „bully“ í bekknum?“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 13:00 Guðjón Pétur Lýðsson hóf tímabilið með Breiðabliki en var svo lánaður til Stjörnunnar. VÍSIR/VILHELM „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri en stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann,“ segir Sigurvin Ólafsson, en miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld. Guðjón Pétur fór að láni til Stjörnunnar frá Breiðabliki á dögunum og þar með er hann með 12 félagaskipti skráð á árunum 2007 til 2020. Hann kom inn á sem varamaður gegn Val á sunnudag. „Maður hlýtur að velta fyrir sér; af hverju þrífst hann ekki lengur en eitt ár að meðaltali í liði?“ spurði Sigurvin þá Þorkel Mána Pétursson og Guðmund Benediktsson. „Guðjón Pétur er þeirrar skoðunar að ef hann er kominn á varamannabekkinn þá er þjálfarinn bara vitleysingur. Þá er hann bara farinn,“ sagði Máni léttur í bragði. Sigurvin sagði stundum fullmikið gert úr hæfileikum þessa 32 ára gamla leikmanns: „Af hverju er það alltaf þannig þegar hann fer á milli liða að það er talað um að einn besti miðjumaður landsins sé að skipta um lið? Ég missti pínulítið mögulega af öllum hans bestu leikjum,“ sagði Sigurvin, og bætti við: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri Lýðssyni. Mér finnst hann góður leikmaður. En stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Guðjón Pétur Guðmundur sagðist telja að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði alveg viljað hafa Guðjón Pétur áfram í leikmannahópi Breiðabliks, þó á þeim forsendum að hann væri ekki fyrsti maður inn á miðjuna hjá liðinu. „En er hann bara eins og einhver „bully“ í bekknum? Í hverju einasta liði er alltaf einhver ósáttur við að vera á bekknum, það er bara eðlilegt. Vonandi er það þannig í öllum liðum. Er það bara óþolandi að hafa hann á bekknum í liðinu hjá sér? Verður bara allt ómögulegt?“ spurði Sigurvin. „Ég held að það verði ekkert ómögulegt í leikmannahópnum en þjálfararnir eiga kannski mjög erfitt með það margir hverjir að þola það að einhverju leyti,“ svaraði Máni. Sigurvin furðaði sig einnig á því að Guðjón Pétur skyldi fara til Stjörnunnar fyrst hann vildi eiga greiðari leið í byrjunarlið. „Ég næ ekki alveg þessum skiptum. Í fyrsta lagi því að Óskar Hrafn ætli að lána leikmann í lið sem hefur ekki tapað leik. Það finnst mér mjög sérstakt,“ sagði Sigurvin og benti jafnframt á að Guðjón Pétur virtist nú koma í leikmannahóp þar sem að miðjan væri fullskipuð. „Það er augljóst finnst mér að Guðjón Pétur hefur ekki viljað fara í neitt annað lið en Stjörnuna og Óskar Hrafn hefur viljað losna við hann úr leikmannahópnum,“ sagði Máni, og Guðmundur benti á að Guðjón Pétur hefði sagt nei við því að fara til Víkings eða Fjölnis, og jafnvel HK einnig. Máni sagði komu Guðjóns Péturs í Garðabæinn kærkomna fyrir Stjörnuna, eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að fá hann í gegnum árin: „Guðjón er með gott hugarfar. Hann er „winner“ inni á vellinum, nennir engu kjaftæði og hækkar tempóið á æfingum. Ég held að þetta hafi verið algjörlega málið fyrir Stjörnuna. Ef það er eitthvað sem vantaði hjá Stjörnunni er það einhverjir dólgar. Þeir hafa ekki verið þarna síðan að Garðar Jó fór – menn sem geta hækkað tempóið, gert aðra í kringum sig betri og gargað aðeins á þá.“ Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30 „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri en stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann,“ segir Sigurvin Ólafsson, en miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld. Guðjón Pétur fór að láni til Stjörnunnar frá Breiðabliki á dögunum og þar með er hann með 12 félagaskipti skráð á árunum 2007 til 2020. Hann kom inn á sem varamaður gegn Val á sunnudag. „Maður hlýtur að velta fyrir sér; af hverju þrífst hann ekki lengur en eitt ár að meðaltali í liði?“ spurði Sigurvin þá Þorkel Mána Pétursson og Guðmund Benediktsson. „Guðjón Pétur er þeirrar skoðunar að ef hann er kominn á varamannabekkinn þá er þjálfarinn bara vitleysingur. Þá er hann bara farinn,“ sagði Máni léttur í bragði. Sigurvin sagði stundum fullmikið gert úr hæfileikum þessa 32 ára gamla leikmanns: „Af hverju er það alltaf þannig þegar hann fer á milli liða að það er talað um að einn besti miðjumaður landsins sé að skipta um lið? Ég missti pínulítið mögulega af öllum hans bestu leikjum,“ sagði Sigurvin, og bætti við: „Ég ætla ekki að gera lítið úr Guðjóni Pétri Lýðssyni. Mér finnst hann góður leikmaður. En stundum finnst mér „hæpið“ ansi mikið um hann.“ Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um Guðjón Pétur Guðmundur sagðist telja að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði alveg viljað hafa Guðjón Pétur áfram í leikmannahópi Breiðabliks, þó á þeim forsendum að hann væri ekki fyrsti maður inn á miðjuna hjá liðinu. „En er hann bara eins og einhver „bully“ í bekknum? Í hverju einasta liði er alltaf einhver ósáttur við að vera á bekknum, það er bara eðlilegt. Vonandi er það þannig í öllum liðum. Er það bara óþolandi að hafa hann á bekknum í liðinu hjá sér? Verður bara allt ómögulegt?“ spurði Sigurvin. „Ég held að það verði ekkert ómögulegt í leikmannahópnum en þjálfararnir eiga kannski mjög erfitt með það margir hverjir að þola það að einhverju leyti,“ svaraði Máni. Sigurvin furðaði sig einnig á því að Guðjón Pétur skyldi fara til Stjörnunnar fyrst hann vildi eiga greiðari leið í byrjunarlið. „Ég næ ekki alveg þessum skiptum. Í fyrsta lagi því að Óskar Hrafn ætli að lána leikmann í lið sem hefur ekki tapað leik. Það finnst mér mjög sérstakt,“ sagði Sigurvin og benti jafnframt á að Guðjón Pétur virtist nú koma í leikmannahóp þar sem að miðjan væri fullskipuð. „Það er augljóst finnst mér að Guðjón Pétur hefur ekki viljað fara í neitt annað lið en Stjörnuna og Óskar Hrafn hefur viljað losna við hann úr leikmannahópnum,“ sagði Máni, og Guðmundur benti á að Guðjón Pétur hefði sagt nei við því að fara til Víkings eða Fjölnis, og jafnvel HK einnig. Máni sagði komu Guðjóns Péturs í Garðabæinn kærkomna fyrir Stjörnuna, eftir margar misheppnaðar tilraunir félagsins til að fá hann í gegnum árin: „Guðjón er með gott hugarfar. Hann er „winner“ inni á vellinum, nennir engu kjaftæði og hækkar tempóið á æfingum. Ég held að þetta hafi verið algjörlega málið fyrir Stjörnuna. Ef það er eitthvað sem vantaði hjá Stjörnunni er það einhverjir dólgar. Þeir hafa ekki verið þarna síðan að Garðar Jó fór – menn sem geta hækkað tempóið, gert aðra í kringum sig betri og gargað aðeins á þá.“
Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30 „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Eins gott að Guðjón komist í liðið því annars biður hann bara um að fá að fara eitthvað annað“ Reynir Leósson, einn spekingur Pepsi Max-deildarinnar, segir að það sé mikilvægt að Guðjón Pétur Lýðsson fái að spila hjá Stjörnunni því annars skipti hann brátt um lið á nýjan leik. 6. júlí 2020 09:30
„Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20
Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast