Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 12:00 Frá Sarpsborg í Noregi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna. Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. Maðurinn er sagður hafa ofbeldisdóma á bakinu. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Hann þekkti tvær konurnar sem hann réðst á. Lögreglan hefur útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikil viðbúnaður lögreglu var vegna árásarinnar í gærkvöldi. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á vettvang eftir að tilkynningar bárust um að fólk hefði verið stungið á nokkrum stöðum í bænum. Lögreglan segir að maðurinn, sem er 31 árs gamall norskur ríkisborgari af sómalískum ættum, hafi gengið berserksgang í miðbæ Sarpsborg klukkan 23:30 að staðartíma, að því er kemur fram í frétt Verdens gang. Fyrst hafi hann stungið konu á sextugsaldri sem beið eftir ættingja í bíl við rútubiðstöð. Hún lést síðar af sárum sínum. Næst hafi maðurinn sært aðra konu lífshættulega. Ástand konunnar er sagt hafa batnað yfir nótt. Þá réðst maðurinn á hjón á heimili þeirra og stakk konuna í úlnliðinn. Maðurinn er sagður hafa þekkt seinni tvær konurnar sem hann réðst á en engar vísbendingar hafa komið fram um að konan sem hann drap hafi verið honum kunnug. Til stendur að yfirheyra manninn síðdegis í dag en ekki er ljóst hvaða afstöðu hann ætlar að taka til sakarefnanna.
Noregur Tengdar fréttir Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ein látin og önnur í lífshættu eftir hnífstunguárásir í Noregi Þrjár konur urðu fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg í Viken-sýslu, um sjötíu kílómetra suður af Osló í gærkvöldi. 15. júlí 2020 06:30