730 koma með Norrænu í dag Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2020 07:02 730 farþegar eru um borð í Norrænu. Vísir/Jói K Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira