McIlroy segir erfitt að einbeita sér án áhorfenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 18:00 Rory McIlroy stefnir á að vinna Memorial mótið í fyrsta sinn um helgina. getty/Maddie Meyer Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir erfitt að einbeita sér á mótum þar sem engir áhorfendur eru viðstaddir. Norður-Írinn er meðal keppenda á Memorial mótinu í Ohio sem hefst í dag. Engir áhorfendur verða á mótinu líkt og á öðrum mótum eftir að keppni á PGA-mótaröðinni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst erfiðara að halda einbeitingu. Áhorfendur og stemmningin sem þeir mynda hjálpa þér að komast í rétt hugarástand,“ sagði McIlroy um upplifunina af því að spila fyrir framan enga áhorfendur. „Fyrstu þrjár vikurnar reikaði hugurinn svolítið og það þurfti lítið til að missa einbeitinguna. Og ég gerði nokkur mistök vegna þess. Þetta getur farið í báðar áttir.“ Klippa: McIlroy á erfitt með að einbeita sér McIlroy hefur unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili, WGC-HSBC Champions mótið í Kína. Hann endaði í 11. sæti á Travelers mótinu um síðustu helgi. Collin Morikawa varð hlutskarpastur þar eftir að hafa sigrað Justin Thomas í bráðabana. Endurkoma Tigers Memorial mótið verður það fyrsta sem Tiger Woods keppir á eftir kórónuveirufaraldurinn, eða síðan hann keppti á Genesis Invitational í febrúar. Enginn hefur unnið Memorial mótið oftar en Tiger, eða fimm sinnum (1999-2001, 2009, 2012). Ef hann hrósar sigri um helgina slær hann metið yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Þeir Sam Snead deila metinu sem eru 82 sigrar. Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay vann Memorial mótið í fyrra. Hann lék þá á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan Ástralanum Adam Scott. Justin Thomas frá Bandaríkjunum er efstur á peningalista PGA-mótaraðarinnar. Bryson DeChambeau er annar og Webb Simpson þriðji. McIlroy er í 5. sætinu. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Memorial mótinu á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta degi mótsins hefst klukkan 18:30 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Í fyrsta sinn í mjög langan tíma verða engin öskur og engin áhorfendaskari sem eltir Tiger Woods á móti á PGA-mótaröðinni. 15. júlí 2020 07:30 Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Tiger Woods freistar þess að vinna Memorial mótið í sjötta sinn í næstu viku. Það verður fyrsta mót hans á PGA-mótaröðinni í fimm mánuði. 9. júlí 2020 22:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir erfitt að einbeita sér á mótum þar sem engir áhorfendur eru viðstaddir. Norður-Írinn er meðal keppenda á Memorial mótinu í Ohio sem hefst í dag. Engir áhorfendur verða á mótinu líkt og á öðrum mótum eftir að keppni á PGA-mótaröðinni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst erfiðara að halda einbeitingu. Áhorfendur og stemmningin sem þeir mynda hjálpa þér að komast í rétt hugarástand,“ sagði McIlroy um upplifunina af því að spila fyrir framan enga áhorfendur. „Fyrstu þrjár vikurnar reikaði hugurinn svolítið og það þurfti lítið til að missa einbeitinguna. Og ég gerði nokkur mistök vegna þess. Þetta getur farið í báðar áttir.“ Klippa: McIlroy á erfitt með að einbeita sér McIlroy hefur unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili, WGC-HSBC Champions mótið í Kína. Hann endaði í 11. sæti á Travelers mótinu um síðustu helgi. Collin Morikawa varð hlutskarpastur þar eftir að hafa sigrað Justin Thomas í bráðabana. Endurkoma Tigers Memorial mótið verður það fyrsta sem Tiger Woods keppir á eftir kórónuveirufaraldurinn, eða síðan hann keppti á Genesis Invitational í febrúar. Enginn hefur unnið Memorial mótið oftar en Tiger, eða fimm sinnum (1999-2001, 2009, 2012). Ef hann hrósar sigri um helgina slær hann metið yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni. Þeir Sam Snead deila metinu sem eru 82 sigrar. Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay vann Memorial mótið í fyrra. Hann lék þá á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan Ástralanum Adam Scott. Justin Thomas frá Bandaríkjunum er efstur á peningalista PGA-mótaraðarinnar. Bryson DeChambeau er annar og Webb Simpson þriðji. McIlroy er í 5. sætinu. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Memorial mótinu á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta degi mótsins hefst klukkan 18:30 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Í fyrsta sinn í mjög langan tíma verða engin öskur og engin áhorfendaskari sem eltir Tiger Woods á móti á PGA-mótaröðinni. 15. júlí 2020 07:30 Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Tiger Woods freistar þess að vinna Memorial mótið í sjötta sinn í næstu viku. Það verður fyrsta mót hans á PGA-mótaröðinni í fimm mánuði. 9. júlí 2020 22:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Í fyrsta sinn í mjög langan tíma verða engin öskur og engin áhorfendaskari sem eltir Tiger Woods á móti á PGA-mótaröðinni. 15. júlí 2020 07:30
Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Tiger Woods freistar þess að vinna Memorial mótið í sjötta sinn í næstu viku. Það verður fyrsta mót hans á PGA-mótaröðinni í fimm mánuði. 9. júlí 2020 22:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti