Fyrstur til að verða meistari með báðum Madrídarliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 17:15 Thibaut Courtois hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. getty/Diego Souto Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni. Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00
Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30
Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14
Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57