„Fari þessi leikhópur til andskotans“ Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2020 11:23 Leikhópurinn Lotta er að reynast einhver umdeildasti leikhópur sem um getur en um helgina tókst einum meðlima að móðga íbúa Raufarhafnar og Kópaskers, og reyndar landsbyggðina alla, með glannalegum ummælum. Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem er meðlimur í leikhópnum Lotta, tókst að móðga landsbyggðina, einkum á norðaustanverðu landinu svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu á sýningum hópsins á Bakkabræðrum. Þórdís skrifaði orðsendingu Instagram-síðu sína sem hafa fallið í afar grýttan jarðveg svo ekki sé meira sagt. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifar Þórdís og sparar sig hvergi: „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það.“ Þórdís Björk hefur nú tekið þessi umdeildu ummæli niður en það breytir ekki því; netið gleymir engu. Auðmjúk afsökunarbeiðni frá leikhópnum Þessi orðsending hefur farið afar illa í íbúa á Melrakkasléttu sem og víðar á landsbyggðinni. Leikhópurinn hefur sent út sérstaka afsökunarbeiðni vegna ummælanna. Og notar hástafi til að undirstrika hversu leitt þeim þykir hvernig komið er. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Þar segir að Lotta vilji taka sérstaklega fram að þau elski Ísland og alla þá dásamlegu staði sem þau ferðumst á. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikhópurinn Lotta lendir í honum kröppum á samfélagsmiðlum. Fyrir þremur árum sætti hópurinn mikilli gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Athugasemdakerfið logar DV greindi frá athugasemd Þórdísar Bjarkar í gær og athugasemdakerfið logar. Þar vilja ýmsir meina að þessi afsökunarbeiðni sé einskis virði og hvatt er til þess að fólk á landsbyggðinni sniðgangi Lottu. „Fari þessi leikhópur til andskotans,“ segir einn en það er í takti og stíl við annað sem sagt er. Óvænt hefur sýning Leikhópsins Lottu, Bakkabræður, orðið að umdeildustu leiksýningu ársins. Vísir heyrði í sveitarstjóra Norðurþings, Kristjáni Þór Magnússyni, en honum hafði verið bent á þessi ummæli Þórdísar Bjarkar af íbúa Kópaskers. Sem var hreint ekki skemmt. „Nei, þetta er helst til langt gengið,“ segir Kristján Þór sem þó vill ekki gera of mikið úr málinu. Telur þetta dæma sig sjálft. Komin sé fram yfirlýsing frá leikhópnum vegna málsins. „Þegar galsinn yfirtekur menn á samfélagsmiðlum getur farið illa. Lotta hefur verið dugleg að koma til dæmis til Húsavíkur og þetta eru flottar sýningar hjá þeim. Ég treysti því að þetta séu ekki almenn viðhorf. Einhver galsi sem hefur gripið ungdóminn. Menn tjá sig ekki allajafna svona.“ Landsbyggðin viðkvæmari fyrir háði og spotti En, er landsbyggðafólk ekki ofurviðkvæmt fyrir háði og spotti af þessu tagi? Kristján Þór segir að það megi vel vera að landsbyggðarfólk sé viðkvæmara fyrir háði og spotti. En á það ber hins vegar að líta að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Jú, það getur vel verið. Menn hafa upplifa sig í varnarbaráttu. Eðlilega. Fólki fækkar, minnkandi þjónusta víða og þá er oft stutt inn í kviku á mönnum. Mega ekki við miklu, að fá óvægna gagnrýni. Það er rétt. Þá er eins og verið sé að ráðast á alla.“ Kristján Þór segir þetta upplifun margra, fólki þyki vænt um heimabæinn og á Íslandi eru allir úr einhverju þorpi. Ekki þarf að fara margar kynslóðir aftur til að rata í sveitina. „Þarf oft ekkert mikið til. Í stærðinni í Reykjavík eru færri sem taka upp hanskann. Það er ekkert endilega minna um að fólk utan að landi sé að bölsótast út í höfuðborgina. En þetta verður persónulegra þegar þú ert kominn á minni staði. Ég treysti því að þetta unga fólk það vandi sig betur þegar menn hafa fengið að kenna á svona.“ Kristján Þór vonar að þetta jafni sig: „Vil ekki trúa að þetta séu almenn viðhorf leikara hjá Lottu. Menn hafa bara gleymt sér í einhverju rugli og læra af þessu.“ Norðurþing Leikhús Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur, sem er meðlimur í leikhópnum Lotta, tókst að móðga landsbyggðina, einkum á norðaustanverðu landinu svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu á sýningum hópsins á Bakkabræðrum. Þórdís skrifaði orðsendingu Instagram-síðu sína sem hafa fallið í afar grýttan jarðveg svo ekki sé meira sagt. „Jæja þá erum við búin að koma á helv.. Kópasker,“ skrifar Þórdís og sparar sig hvergi: „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta krossað það út af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það.“ Þórdís Björk hefur nú tekið þessi umdeildu ummæli niður en það breytir ekki því; netið gleymir engu. Auðmjúk afsökunarbeiðni frá leikhópnum Þessi orðsending hefur farið afar illa í íbúa á Melrakkasléttu sem og víðar á landsbyggðinni. Leikhópurinn hefur sent út sérstaka afsökunarbeiðni vegna ummælanna. Og notar hástafi til að undirstrika hversu leitt þeim þykir hvernig komið er. FYRIRGEFIÐ ELSKU VINIR OKKAR Á RAUFARHÖFN, KÓPASKERI OG ALLIR HINIR. Þar segir að Lotta vilji taka sérstaklega fram að þau elski Ísland og alla þá dásamlegu staði sem þau ferðumst á. „Sá leiði atburður átti sér stað að svartur og illskiljanlegur „húmor“ hjá litlu Lottunni okkar henni Dísu, sem hún birti á sínum persónulega reikningi, fór í dreifingu. Þar skrifaði hún inná myndir af sér skælbrosandi og skreyttar broskörlum: „Jæja, þá erum við búin að koma á helv Kópasker“ og „Keyrðum á Kópasker og Raufarhöfn bara til að geta tékka það af listanum, mæli alls ekki með að koma hingað, bara alls alls ekki gera það“. Slík ummæli eru alls ekki viðeigandi hvernig sem þau eru meint og ekki í anda Lottu, enda ekki frá hópnum komin. Sem betur fer sagði Dísa líka fallega og sanna hluti úr ferðalaginu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá hópnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikhópurinn Lotta lendir í honum kröppum á samfélagsmiðlum. Fyrir þremur árum sætti hópurinn mikilli gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Athugasemdakerfið logar DV greindi frá athugasemd Þórdísar Bjarkar í gær og athugasemdakerfið logar. Þar vilja ýmsir meina að þessi afsökunarbeiðni sé einskis virði og hvatt er til þess að fólk á landsbyggðinni sniðgangi Lottu. „Fari þessi leikhópur til andskotans,“ segir einn en það er í takti og stíl við annað sem sagt er. Óvænt hefur sýning Leikhópsins Lottu, Bakkabræður, orðið að umdeildustu leiksýningu ársins. Vísir heyrði í sveitarstjóra Norðurþings, Kristjáni Þór Magnússyni, en honum hafði verið bent á þessi ummæli Þórdísar Bjarkar af íbúa Kópaskers. Sem var hreint ekki skemmt. „Nei, þetta er helst til langt gengið,“ segir Kristján Þór sem þó vill ekki gera of mikið úr málinu. Telur þetta dæma sig sjálft. Komin sé fram yfirlýsing frá leikhópnum vegna málsins. „Þegar galsinn yfirtekur menn á samfélagsmiðlum getur farið illa. Lotta hefur verið dugleg að koma til dæmis til Húsavíkur og þetta eru flottar sýningar hjá þeim. Ég treysti því að þetta séu ekki almenn viðhorf. Einhver galsi sem hefur gripið ungdóminn. Menn tjá sig ekki allajafna svona.“ Landsbyggðin viðkvæmari fyrir háði og spotti En, er landsbyggðafólk ekki ofurviðkvæmt fyrir háði og spotti af þessu tagi? Kristján Þór segir að það megi vel vera að landsbyggðarfólk sé viðkvæmara fyrir háði og spotti. En á það ber hins vegar að líta að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Jú, það getur vel verið. Menn hafa upplifa sig í varnarbaráttu. Eðlilega. Fólki fækkar, minnkandi þjónusta víða og þá er oft stutt inn í kviku á mönnum. Mega ekki við miklu, að fá óvægna gagnrýni. Það er rétt. Þá er eins og verið sé að ráðast á alla.“ Kristján Þór segir þetta upplifun margra, fólki þyki vænt um heimabæinn og á Íslandi eru allir úr einhverju þorpi. Ekki þarf að fara margar kynslóðir aftur til að rata í sveitina. „Þarf oft ekkert mikið til. Í stærðinni í Reykjavík eru færri sem taka upp hanskann. Það er ekkert endilega minna um að fólk utan að landi sé að bölsótast út í höfuðborgina. En þetta verður persónulegra þegar þú ert kominn á minni staði. Ég treysti því að þetta unga fólk það vandi sig betur þegar menn hafa fengið að kenna á svona.“ Kristján Þór vonar að þetta jafni sig: „Vil ekki trúa að þetta séu almenn viðhorf leikara hjá Lottu. Menn hafa bara gleymt sér í einhverju rugli og læra af þessu.“
Norðurþing Leikhús Samfélagsmiðlar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira