Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:04 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við. Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við.
Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent