Frelsi til að hvíla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:18 Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar