Boðar breyttar áherslur gegn faraldri sem gæti varað í ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 15:36 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, talaði um að Ísland og heimurinn þyrfti að læra að lifa með kórónuveirufaraldrinum um fyrirsjáanlega framtíð. Vísir/Vilhelm Breyta þarf viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum úr neyðarstjórnun í daglegt verkefni í ljósi þess að heimsbyggðin þarf að lifa með honum næstu mánuðina eða jafnvel árin, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ekki stendur þó til að slaka á viðbúnaði vegna faraldursins hér á landi. Þórólfur lýsti því að Ísland stæði nú á krossgötum í faraldrinum, sérstaklega í ljósi þess aldrei hafi greinst fleiri ný smit í heiminum á einum degi en þessa dagana, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fleiri en 200.000 greinist smitaðir á dag og um 4.000 manns láti lífið á heimsvísu. „Það er ljóst að þessi faraldur er ekki á undanhaldi í heiminum nema síður sé og engan veginn hægt að segja til um hvenær honum muni ljúka í heiminum,“ sagði Þórólfur. Við þurfum því að lifa með veirunni og faraldrinum næstu mánuði og ár og leggja þurfi upp langtímaáætlanir um hvernig eigi að lifa með honum erlendis og lágmarka áhættuna á að faraldrar blossi upp innanlands, að mati sóttvarnalæknisins. Ísland sé í góðri stöðu þar sem tekist hafi að bæla faraldurinn niður með smitrakningu, sóttkví og einangrun í vetur og jafnframt hafi tekist með skimun á landamærum að koma í veg fyrir að faraldurinn næði sér á strik innanlands. „Það má segja að fram til þessa hefur stjórnunin á þessum faraldri verið í ætt við krísustjórnun en ég held að við þurfum að breyta aðeins um áherslur núna og líta á stjórnun og aðgerðir gegn þessum faraldri sem daglega vinnu og færa þetta yfir í rútínuvinnu,“ sagði Þórólfur sem ætlar að leggja til við stjórnvöld að þau tileinki sér þá nýju hugsun um faraldurinn. Of seint að bregðast við þegar veiran nær útbreiðslu Þessi nýja vegferð feli í sér sér aðgerðir til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar á sama tíma og aðstæður væru skapaðar til þess að koma efnahagslífi landsins í lag aftur. Í því þyrftu margir að koma að borðinu með stjórnvöldum þó að Þórólfur segðist sjálfur telja að sóttvarnasjónarmið ættu að ráða mestu. Þórólfur sagðir sjá fyrir sér að að skimun á landamærunum héldi áfram lengur en í þá sex mánuði en hann nefndi í minnisblaði til ráðherra á sínum tíma. Það ætti að gerast á eins hagkvæman hátt og kostur sé. Á sama tíma þurfi yfirvöld að vera tilbúin með smitrakningarteymi til að grípa hart inn í ef smit koma upp. Hann vilji alls ekki að veiran nái að smygla sér til landsins og dreifa sér þar sem vitað sé að einstaklingar með lítil eða engin einkenni geti borið hana áfram. Þá gæti veiran dreift sér um samfélagið, náð sér skyndilega á strik og stungið sér niður í viðkvæmum hópum. „Þá væri mjög seint og erfitt að eiga við það ástand. Ég held að það hafi sýnt sig í þessum löndum sem hafa farið hvað verst út úr þessari veiru að það er akkúrat það sem hefur gerst. Menn hafa ekki gripið snemma inn í og það er bara of seint að grípa til harðra aðgerða þegar hún er orðin mjög útbreidd og farin að leggjast á fjölda fólks og valda mjög miklum skaða og erfiðleikum, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur. Næsti fasi faraldursins væri að læra að lifa með honum eins og menn geri með ýmsa aðra smitsjúkdóma í heiminum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Annar blær á verkefnið Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að ekki stæði þó til að draga úr viðbúnaði vegna faraldursins, aðeins að stjórn verkefnisins að hafa hemil á faraldrinum fengi á sig annan blæ en verið hefur. Benti hann á atriði eins og að lítil sjálfvirkni væri í úrvinnslu gagna sem yfirvöld birta um faraldurinn á Covid.is. Meta þurfi hvaða upplýsingar þurfi að taka saman daglega, hverjar vikulega. Þá þurfi að tryggja að dags daglegar aðgerðirnar gegn faraldrinum verði reknar eins og hvert annað verkefni en ekki neyðaraðgerð. Með því fáist fyrirsjáanleiki í rekstrinum, fjárhagslegur og annars konar. Viðbragðaáætlanir verði áfram „vel yddaðar“ til að grípa inn í ef smit koma upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Breyta þarf viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum úr neyðarstjórnun í daglegt verkefni í ljósi þess að heimsbyggðin þarf að lifa með honum næstu mánuðina eða jafnvel árin, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ekki stendur þó til að slaka á viðbúnaði vegna faraldursins hér á landi. Þórólfur lýsti því að Ísland stæði nú á krossgötum í faraldrinum, sérstaklega í ljósi þess aldrei hafi greinst fleiri ný smit í heiminum á einum degi en þessa dagana, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fleiri en 200.000 greinist smitaðir á dag og um 4.000 manns láti lífið á heimsvísu. „Það er ljóst að þessi faraldur er ekki á undanhaldi í heiminum nema síður sé og engan veginn hægt að segja til um hvenær honum muni ljúka í heiminum,“ sagði Þórólfur. Við þurfum því að lifa með veirunni og faraldrinum næstu mánuði og ár og leggja þurfi upp langtímaáætlanir um hvernig eigi að lifa með honum erlendis og lágmarka áhættuna á að faraldrar blossi upp innanlands, að mati sóttvarnalæknisins. Ísland sé í góðri stöðu þar sem tekist hafi að bæla faraldurinn niður með smitrakningu, sóttkví og einangrun í vetur og jafnframt hafi tekist með skimun á landamærum að koma í veg fyrir að faraldurinn næði sér á strik innanlands. „Það má segja að fram til þessa hefur stjórnunin á þessum faraldri verið í ætt við krísustjórnun en ég held að við þurfum að breyta aðeins um áherslur núna og líta á stjórnun og aðgerðir gegn þessum faraldri sem daglega vinnu og færa þetta yfir í rútínuvinnu,“ sagði Þórólfur sem ætlar að leggja til við stjórnvöld að þau tileinki sér þá nýju hugsun um faraldurinn. Of seint að bregðast við þegar veiran nær útbreiðslu Þessi nýja vegferð feli í sér sér aðgerðir til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar á sama tíma og aðstæður væru skapaðar til þess að koma efnahagslífi landsins í lag aftur. Í því þyrftu margir að koma að borðinu með stjórnvöldum þó að Þórólfur segðist sjálfur telja að sóttvarnasjónarmið ættu að ráða mestu. Þórólfur sagðir sjá fyrir sér að að skimun á landamærunum héldi áfram lengur en í þá sex mánuði en hann nefndi í minnisblaði til ráðherra á sínum tíma. Það ætti að gerast á eins hagkvæman hátt og kostur sé. Á sama tíma þurfi yfirvöld að vera tilbúin með smitrakningarteymi til að grípa hart inn í ef smit koma upp. Hann vilji alls ekki að veiran nái að smygla sér til landsins og dreifa sér þar sem vitað sé að einstaklingar með lítil eða engin einkenni geti borið hana áfram. Þá gæti veiran dreift sér um samfélagið, náð sér skyndilega á strik og stungið sér niður í viðkvæmum hópum. „Þá væri mjög seint og erfitt að eiga við það ástand. Ég held að það hafi sýnt sig í þessum löndum sem hafa farið hvað verst út úr þessari veiru að það er akkúrat það sem hefur gerst. Menn hafa ekki gripið snemma inn í og það er bara of seint að grípa til harðra aðgerða þegar hún er orðin mjög útbreidd og farin að leggjast á fjölda fólks og valda mjög miklum skaða og erfiðleikum, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins,“ sagði Þórólfur. Næsti fasi faraldursins væri að læra að lifa með honum eins og menn geri með ýmsa aðra smitsjúkdóma í heiminum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Annar blær á verkefnið Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að ekki stæði þó til að draga úr viðbúnaði vegna faraldursins, aðeins að stjórn verkefnisins að hafa hemil á faraldrinum fengi á sig annan blæ en verið hefur. Benti hann á atriði eins og að lítil sjálfvirkni væri í úrvinnslu gagna sem yfirvöld birta um faraldurinn á Covid.is. Meta þurfi hvaða upplýsingar þurfi að taka saman daglega, hverjar vikulega. Þá þurfi að tryggja að dags daglegar aðgerðirnar gegn faraldrinum verði reknar eins og hvert annað verkefni en ekki neyðaraðgerð. Með því fáist fyrirsjáanleiki í rekstrinum, fjárhagslegur og annars konar. Viðbragðaáætlanir verði áfram „vel yddaðar“ til að grípa inn í ef smit koma upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira