Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júlí 2020 19:02 Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira