Trump biðlar til Bandaríkjamanna að bera grímur fyrir vitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur íbúa landsins að ganga um með grímur. Getty/ Chip Somodevilla Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að kórónuveirufaraldurinn muni fara stigversnandi áður en hann hægi á sér og bað hann Bandaríkjamenn jafnframt um að bera grímur fyrir vitum. Forsetinn sagði að grímurnar myndu hafa áhrif og að þeir sem bæru þær sýndu „þjóðrækni.“ Trump sjálfur var ekki með grímu á fundinum en hann hefur áður sagt árangur þess að bera grímur lítinn. Aðstoðarmenn og ráðgjafar forsetans hafa að sögn beðið hann um að breyta nálgun sinni í kórónuveiruumræðunni enda hefur tilfellum fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarnar vikur. Þetta var fyrsti blaðamannafundurinn sem haldinn var í Hvíta húsinu vegna faraldursins eftir að hlé var gert á fundarhöldunum stuttu eftir að Trump ýjaði að því í Apríl að það að sprauta klór í líkamann væri góð leið til að vinna á Covid-19 sjúkdómnum. Málflutningur forsetans virðist, samkvæmt fréttaflutningi BBC, hafa verið samkvæmt handriti og það sem hann sagði var í takt við það sem heilbrigðissérfræðingar í kórónuveiruviðbragðsteyminu hafa sagt frá upphafi. „Við biðlum til allra að þegar þið getið ekki framfylgt félagsforðun verðið þið með grímur fyrir vitum. Fáið ykkur grímu,“ sagði forsetinn. „Hvort sem ykkur líki grímurnar eður ei hafa þær áhrif. Þær skila sínu og við þurfum á allri hjálp að halda.“ Trump hefur sjálfur verið ófús til að klæðast grímu, hið minnsta í návist fjölmiðlamanna, og sást í fyrsta skipti með slíka grímu þegar hann heimsótti hersjúkrahús nýlega. „Við biðlum til Bandaríkjamanna að nota grímur, stunda félagsforðun og huga vel að persónulegum sóttvörnum – þvoið ykkur um hendurnar við hvert tækifæri til að vernda þá sem eru viðkvæmir fyrir,“ bætti forsetinn við. „Við biðlum einnig til ungra Bandaríkjamanna að forðast fjölmenna bari og annað margmenni innandyra. Verið örugg og verið klár.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18. júlí 2020 15:35
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54