Afla gagna úr myndavélum og símkerfum fyrir leitina Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 11:54 Lýst var eftir Ílónu um miðnætti. Vísir/vilhelm/lögreglan Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112. Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112.
Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43