Þjálfari Andra með hótanir: „Óvíst að hann héldi fingrinum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 17:00 Sinisa Mihajlovic reifst við Gian Piero Gasperini á hliðarlínunni í gær. VÍSIR/GETTY Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00
Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00