Þjálfari Andra með hótanir: „Óvíst að hann héldi fingrinum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 17:00 Sinisa Mihajlovic reifst við Gian Piero Gasperini á hliðarlínunni í gær. VÍSIR/GETTY Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00
Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00