Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 19:30 Sveindís Jane skoraði þrjú er Breiðablik pakkaði Val saman í Pepsi Max deild kvenna í gær. Vísir/Daniel Thor Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Sveindís sér lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blika sem hafa unnið alla leiki sína í sumar og eiga enn eftir að fá á sig mark. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sveindísi Jane í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Ég myndi nú segja það. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur núna fyrir Þróttara leikinn. Við ætlum að koma okkur niður sem fyrst,“ sagði Sveindís Jane þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spurði hana hvort Blikastúlkur væru komnar niður eftir sigur gærkvöldsins. Sveindís Jane – sem er fædd árið 2001 – færði sum set í vetur. Yfirgaf hún uppeldisfélag sitt Keflavík og gekk í raðir Breiðabliks. „Ég er að finna mig mjög vel. Ég er ótrúlega sátt með hvernig það var tekið á móti mér. Þjálfararnir hafa hjálpað mér mjög mikið miðað við hvað ég er búin að vera hérna stutt. Stelpurnar tóku líka vel á móti mér og ég er mjög ánægð með það.“ „Ég er mjög sátt með að hafa valið Breiðablik.“ „Markmiðið mitt var fyrst að vinna mig inn í liðið. Er mjög sátt með að hafa byrjað síðustu leiki og vona að ég fái að byrja næstu leiki líka,“ sagði Sveindís um markmið sitt þegar hún gekk til liðs við Blika. Reikna má með því að hún haldi sæti sínu í byrjunarliðinu eftir frábæran leik í gær. Er hún nú komin með sex mörk í deildinni, í aðeins fimm leikjum. „Geggjað að hafa hana með mér í liði. Hún hjálpar mér mjög mikið. hefur tekið vel á móti mér og ég læri mikið af henni,“ sagði Sveindís aðspurð hvernig það væri að spila með marka-drottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Að lokum var Sveindís spurð hvort hún stefndi á að komast inn í A-landsliðið en þessi öflugi leikmaður hefur leikið alls 41 leik fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 24 mörk. „Auðvitað er það markmiðið. Ég bíð bara eftir kallinu en ég er tilbúin.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03