Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 20:30 Alex Þór skoraði síðara mark Stjörnunnar sem tryggði Garðbæingum á endanum þrjú stig. Vísir/Bára Stjarnan úr Garðabæ er eina liðið sem enn er taplaust í Pepsi Max-deild karla. Stjörnumenn gerðu góða ferð upp á Akranes og unnu heimamenn 2-1 með mörkum frá miðjumönnunum Eyjólfi Héðinssyni og Alex Þór Haukssyni. Bæði lið gerðu eina breytingu frá sínum síðasta leik. Sigurður Hrannar Þorsteinsson byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild á kostnað Gísla Laxdals Unnarssonar en Jóhann Laxdal var í liði Stjörnunnar í fjarveru Jósefs Kristins Jósefssonar. Fyrri hálfleikurinn var í raun ekkert sérstaklega skemmtilegur. Fyrstu tíu mínúturnar gerðist ekkert, nákvæmlega ekkert, og fyrsta skot leiksins kom á 19. mínútu. Það dró hins vegar til tíðinda fjórum mínútum síðar. Stjörnumenn fengu hornspyrnu en skömmu áður vildu Skagamenn fá aukaspyrnu. Helga Mikael og hans menn dæmdu ekkert en upp úr horninu skoraði Stjarnan. Boltinn féll fyrir verðandi faðirinn, Eyjólf Héðinsson, sem þrumaði boltanum í netið. ÍA fékk tvö ágætis færi fyrir hálfleik en þeir voru 2-0 undir í leikhle því á 41. mínútu tvöfaldaði annar miðjumaður Stjörnunnar, Alex Þór Hauksson, muninn. Aftur var það laglegt skot frá vítateigslínunni, nú í stöng og inn. 2-0 í leikhlé. Skagmaenn komu inn í síðari hálfleikinn af rosalegum krafti. Þeir sköpuðu sér gott færi eftir hornspyrnu og skömmu síðar komust þeir inn í leikinn með góðu marki Viktors Jónssonar. Þar fóru Skagamenn í gegnum Jóhann Laxdal sem var í nokkrum vandræðum í leiknum. Eftir það reyndu Skagamenn ýmsum brögðum til þess að reyna jafna metin. Þeir fóru að beita lengri boltanum og reyna halda áfram að komast á bak við vörn Stjörnunnar. Besta færið fékk varamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson. Viktor Jónsson gaf frábæra sendingu fyrir markið en Gísla tókst ekki að koma boltanum í netið á fjærstönginni. Skagamenn fengu ekki mörg fleiri opin færi og Stjörnumenn stóðu þétt. Þeir sköpuðu sér ekki mikið í síðari hálfleik en hefðu þó, með smá heppni, geta aukið forskotið. Lokatölur 2-1 sigur Stjörnunnar sem er enn taplaust; með fjóra sigra og eitt jafntefli í fyrstu fimm leikjunum en Skagamenn hafa ekki unnið síðan á Valsvellinum. Alex Þór skoraði fallegt mark í dag.vísir/bára Af hverju vann Stjarnan? Í raun gerðist ekkert í fyrri hálfleik en samt voru Stjörnumenn tveimur mörkum yfir. Það einkennir góð lið, þau nýta þau færi, þó að þau séu fá. Þeir fengu þrjár ágætis skot tilraunir í fyrri hálfleik og tvö þessara skota fóru í netið. Þeir unnu fyrir sigrinum - svokallaður baráttusigur. Hverjir stóðu upp úr? Það var enginn sem stóð upp úr á Akranesi í kvöld. Stjörnuliðið var nokkuð stabílt og margir sem skiluðu góðri frammistöðu. Miðjumennirnir skoruðu auðvitað báðir og það er vert að nefna þá hér. Hjá ÍA lék Tryggvi Hrafn Haraldsson listir sínar er hann fékk boltann en það var mögulega ekki nægilega oft sem hann komst í hann. Hvað gekk illa? Stjörnumenn geta spilað betur og haldið boltanum betur innan síns liðs. Boltinn var nokkuð í loftinu en rökin fyrir áhættunni á því að spila; bæði gegn pressu Skagamanna sem og vegna roksins mæla væntanlega gegn því. Skagamenn hefðu getað nýtt sín föstu leikatriði betur en í fyrri hálfleik fengu þeir m.a. fimm hornspyrnur. Þeir náðu einnig lítið að brjóta skipulag Stjörnulið á bak aftur í fyrri hálfleik en það gekk betur í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? ÍA er í ansi strembnu leikjadagskrá þessa daganna. Liðið spilar við Breiðablik á sunnudaginn í Kópavogi áður en þeir fá Valsmenn í heimsókn næsta miðvikudag. Stjörnumenn mæta Víkingum á mánudagskvöldið í deildinni, og þremur dögum síðar í bikarnum, áður en liðið mætir Breiðabliki 4. ágúst. Jóhannes Karl var stoltur af sínum mönnum í kvöld.vísir/bára Jóhannes Karl: Fær ekki aukaspyrnu því hann lætur sig ekki detta „Við sköpuðum okkur slatta af góðum færum. Gísli Laxdal var óheppinn að ná ekki að jafna í seinni hálfleik. Þeir skora tvö góð mörk með frábærum skotum, góð slútt, en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin marktækifæri. Við gerðum það hins vegar svo ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Markið sem Eyjólfur skorar er bara frábærlega gert hjá honum. Hann endaði í netinu, því miður fyrir okkur, en við vorum að loka vel á Stjörnuna. Þeir sköpuðu sér ekki mikið og við vorum óheppnir að skora ekki eitt, ef ekki tvö mörk, í viðbót.“ „Þeir henda sér fyrir skot frá Stefáni Teit inn á vítapunkti, Tryggvi Hrafn er óheppinn eftir sendingu frá Aroni að ná ekki að koma honum í netið. Ég er sáttur að svakalega mörgu leyti. Við sýndum karakter, sérstaklega að koma í seinni hálfleikinn eins og við gerðum. Við vorum virkilega að reyna á Stjörnuna er leið á leikinn og ég er svekktur að hafa ekki að minnsta kosti náð að jafna leikinn.“ Skagamenn voru ósáttir með fyrsta mark Stjörnunnar. Í aðdraganda hornsins sem markið kom upp úr vildu Skagamenn fá aukaspyrnu. „Við vorum ósáttir með það. Við vorum komnir í góða stöðu á vellinum og Tryggvi Hrafn komst upp hægri vænginn. Þetta er beint fyrir framan augun á okkur og mér fannst þetta vera pjúra brot. Það var togað og sparkað í hann en af því hann lætur sig ekki detta þá fær hann ekki aukaspyrnu. Mér finnst þetta sorglegt.“ Ingimar Elí Hlynsson, annar aðstoðarþjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. Jóhannes Karl segir að það hafi verið fyrir lítið. „Menn eru oft heitir á bekknum og þegar rauða spjaldið fór á loft, þá fannst mér það ekki rautt spjald.“ Eyjólfur Héðinsson er lykilmaður Stjörnunnar og skoraði eitt mark í kvöld.vísir/vilhelm Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan ÍA
Stjarnan úr Garðabæ er eina liðið sem enn er taplaust í Pepsi Max-deild karla. Stjörnumenn gerðu góða ferð upp á Akranes og unnu heimamenn 2-1 með mörkum frá miðjumönnunum Eyjólfi Héðinssyni og Alex Þór Haukssyni. Bæði lið gerðu eina breytingu frá sínum síðasta leik. Sigurður Hrannar Þorsteinsson byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild á kostnað Gísla Laxdals Unnarssonar en Jóhann Laxdal var í liði Stjörnunnar í fjarveru Jósefs Kristins Jósefssonar. Fyrri hálfleikurinn var í raun ekkert sérstaklega skemmtilegur. Fyrstu tíu mínúturnar gerðist ekkert, nákvæmlega ekkert, og fyrsta skot leiksins kom á 19. mínútu. Það dró hins vegar til tíðinda fjórum mínútum síðar. Stjörnumenn fengu hornspyrnu en skömmu áður vildu Skagamenn fá aukaspyrnu. Helga Mikael og hans menn dæmdu ekkert en upp úr horninu skoraði Stjarnan. Boltinn féll fyrir verðandi faðirinn, Eyjólf Héðinsson, sem þrumaði boltanum í netið. ÍA fékk tvö ágætis færi fyrir hálfleik en þeir voru 2-0 undir í leikhle því á 41. mínútu tvöfaldaði annar miðjumaður Stjörnunnar, Alex Þór Hauksson, muninn. Aftur var það laglegt skot frá vítateigslínunni, nú í stöng og inn. 2-0 í leikhlé. Skagmaenn komu inn í síðari hálfleikinn af rosalegum krafti. Þeir sköpuðu sér gott færi eftir hornspyrnu og skömmu síðar komust þeir inn í leikinn með góðu marki Viktors Jónssonar. Þar fóru Skagamenn í gegnum Jóhann Laxdal sem var í nokkrum vandræðum í leiknum. Eftir það reyndu Skagamenn ýmsum brögðum til þess að reyna jafna metin. Þeir fóru að beita lengri boltanum og reyna halda áfram að komast á bak við vörn Stjörnunnar. Besta færið fékk varamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson. Viktor Jónsson gaf frábæra sendingu fyrir markið en Gísla tókst ekki að koma boltanum í netið á fjærstönginni. Skagamenn fengu ekki mörg fleiri opin færi og Stjörnumenn stóðu þétt. Þeir sköpuðu sér ekki mikið í síðari hálfleik en hefðu þó, með smá heppni, geta aukið forskotið. Lokatölur 2-1 sigur Stjörnunnar sem er enn taplaust; með fjóra sigra og eitt jafntefli í fyrstu fimm leikjunum en Skagamenn hafa ekki unnið síðan á Valsvellinum. Alex Þór skoraði fallegt mark í dag.vísir/bára Af hverju vann Stjarnan? Í raun gerðist ekkert í fyrri hálfleik en samt voru Stjörnumenn tveimur mörkum yfir. Það einkennir góð lið, þau nýta þau færi, þó að þau séu fá. Þeir fengu þrjár ágætis skot tilraunir í fyrri hálfleik og tvö þessara skota fóru í netið. Þeir unnu fyrir sigrinum - svokallaður baráttusigur. Hverjir stóðu upp úr? Það var enginn sem stóð upp úr á Akranesi í kvöld. Stjörnuliðið var nokkuð stabílt og margir sem skiluðu góðri frammistöðu. Miðjumennirnir skoruðu auðvitað báðir og það er vert að nefna þá hér. Hjá ÍA lék Tryggvi Hrafn Haraldsson listir sínar er hann fékk boltann en það var mögulega ekki nægilega oft sem hann komst í hann. Hvað gekk illa? Stjörnumenn geta spilað betur og haldið boltanum betur innan síns liðs. Boltinn var nokkuð í loftinu en rökin fyrir áhættunni á því að spila; bæði gegn pressu Skagamanna sem og vegna roksins mæla væntanlega gegn því. Skagamenn hefðu getað nýtt sín föstu leikatriði betur en í fyrri hálfleik fengu þeir m.a. fimm hornspyrnur. Þeir náðu einnig lítið að brjóta skipulag Stjörnulið á bak aftur í fyrri hálfleik en það gekk betur í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? ÍA er í ansi strembnu leikjadagskrá þessa daganna. Liðið spilar við Breiðablik á sunnudaginn í Kópavogi áður en þeir fá Valsmenn í heimsókn næsta miðvikudag. Stjörnumenn mæta Víkingum á mánudagskvöldið í deildinni, og þremur dögum síðar í bikarnum, áður en liðið mætir Breiðabliki 4. ágúst. Jóhannes Karl var stoltur af sínum mönnum í kvöld.vísir/bára Jóhannes Karl: Fær ekki aukaspyrnu því hann lætur sig ekki detta „Við sköpuðum okkur slatta af góðum færum. Gísli Laxdal var óheppinn að ná ekki að jafna í seinni hálfleik. Þeir skora tvö góð mörk með frábærum skotum, góð slútt, en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin marktækifæri. Við gerðum það hins vegar svo ég er svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Markið sem Eyjólfur skorar er bara frábærlega gert hjá honum. Hann endaði í netinu, því miður fyrir okkur, en við vorum að loka vel á Stjörnuna. Þeir sköpuðu sér ekki mikið og við vorum óheppnir að skora ekki eitt, ef ekki tvö mörk, í viðbót.“ „Þeir henda sér fyrir skot frá Stefáni Teit inn á vítapunkti, Tryggvi Hrafn er óheppinn eftir sendingu frá Aroni að ná ekki að koma honum í netið. Ég er sáttur að svakalega mörgu leyti. Við sýndum karakter, sérstaklega að koma í seinni hálfleikinn eins og við gerðum. Við vorum virkilega að reyna á Stjörnuna er leið á leikinn og ég er svekktur að hafa ekki að minnsta kosti náð að jafna leikinn.“ Skagamenn voru ósáttir með fyrsta mark Stjörnunnar. Í aðdraganda hornsins sem markið kom upp úr vildu Skagamenn fá aukaspyrnu. „Við vorum ósáttir með það. Við vorum komnir í góða stöðu á vellinum og Tryggvi Hrafn komst upp hægri vænginn. Þetta er beint fyrir framan augun á okkur og mér fannst þetta vera pjúra brot. Það var togað og sparkað í hann en af því hann lætur sig ekki detta þá fær hann ekki aukaspyrnu. Mér finnst þetta sorglegt.“ Ingimar Elí Hlynsson, annar aðstoðarþjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. Jóhannes Karl segir að það hafi verið fyrir lítið. „Menn eru oft heitir á bekknum og þegar rauða spjaldið fór á loft, þá fannst mér það ekki rautt spjald.“ Eyjólfur Héðinsson er lykilmaður Stjörnunnar og skoraði eitt mark í kvöld.vísir/vilhelm Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti