Grjóthörð og með geggjaða tækni - Ætti ekki að fara aftur til Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir eitt markanna gegn Val. VÍSIR/DANÍEL „Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
„Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi
Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50