Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson og Anton Ingi Leifsson skrifa 24. júlí 2020 19:15 Eggert Gunnþór ræddi við Anton Inga í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Sport Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30